þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Uppfærsla

Já viðtalið... við vorum þarna í ca. klukkutíma, með biðtíma, sem er bara það stysta sem ég hef nokkurntímann verið þarna! Það var ungur maður sem tók viðtal við okkur... sem betur fer var það hann en ekki herfan sem kom geltandi útúr skrifstofunni á undan honum. Ég fékk alveg 'sjitt!!' í magann þegar hún kom labbandi út en svo bara var þetta voða næs og voða sætur strákur. Hann spurði okkur hve við værum búin að vera lengi saman, þekkjast lengi, hvernig við kynntumst, hvort við ætluðum að eiga börn, blablabla... og svo bað hann mig að koma fram, tók fingraför af mér og bað mig um undirskrift... og svo fórum við aftur inn í viðtalsherbergið, við settumst niður og svo sagði hann bara 'Congratulations!'. Hann fékk að halda myndum af okkur og ekkert meira! Þetta var bara ótrúlega einfalt og bara lítið mál! Það liggur við að maður trúi því ekki að eitthvað sem er búið að vera svona mikið vesen skuli bara vera búið í bili!

Og jey, ný sería af House er byrjuð! :)

Hey, kíkiði á www.bjogga.shutterfly.com, þar verða allar myndirnar mínar. Ég er þegar búin að taka aðeins til í möppunum sem voru þarna og henda út ruslmyndum...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

The Closer: "L.A. Woman"
I'm not sure if it's just me or not, but this was one of the more predictable episodes of The Closer so far this season.
Bookmarked, nice to see some decent content for a change. FYI have you seen this we've got a new feature, the 'Flag blog' button, which is inconveniently located between the 'Get Your Own Blog' and 'Next Blog' buttons so that we would presumably be getting some flags on error alone (although if one happens to notice it, you can unflag a blog). I don't know about this, what one person finds offensive is anothers cup of tea? Just my 2 cents, Palm Readings .

10:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingu með þetta Björg mín tók bara árið :)

Bestu kveðjur
Magnea

1:43 e.h.  
Blogger Fjólus said...

Til hamingju með leyfið ;)
kv Fjólus

11:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home