þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Yosemite myndir

Var að henda þeim á netið, kíkið á linkinn hér til hægri.

Er búin að vera með vibba-hálsbólgu og kvef síðan á sunnudaginn... fór heim úr vinnunni á mánudag og fór ekki í dag. (Snýti snýti snýti) Ég er ekki að haga mér eins og ameríkanar gera, þeir mæta bara veikir í vinnuna! En ég bara er ekki á leiðinni að taka sénsinn á því að fá hita eða verða veikari, sýkingu í lungun eins og fyrir 2 mánuðum síðan eða eitthvað álíka. Finnst unginn minn vera mikilvægari en að vera 'team player'. Svo væri alveg hægt að færa rök fyrir því að ég er veik í dag af því að einn samstarfsmaður minn mætti veikur í vinnuna í síðustu viku. Ég er allavegana með nákvæmlega sömu einkenni... og þar sem við erum 10 saman í litlu herbergi, og með loftræstikerfi en ekkert 'ferskt' loft, þá er spurning hversu gáfað það er að mæta veikur í vinnuna. Þetta finnst mér allavegana! Pirr. (hósti hósti snýti)

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Yosemite á þakkargjörðarhátíð

Yosemite... Alveg frábær staður! Því miður rigndi á eina deginum sem við höfðum til að skoða okkur um, en við náðum að taka nokkrar myndir. Þær koma bráðum online! Við gistum í litlum bæ sem heitir Oakhurst. Mjög sætur bær. Mjög 'refreshing' að sjá venjulegt fólk... ekki svona uppstrílað, manicured og pedicured OC-fólk sem hugsar bara um að vera í 'réttu' merkjunum og keyra um í glænýju bílunum sínum sem eru annað hvort Lexus, BMW, Audi, Porche eða Benz. Og ekki má gleyma hárlengingunum og designer jeans! There is more to life...

Það var magnað að fá 4 daga helgi! Yndislegt! Og mig langar ekkert í vinnuna á morgun :( Sérstaklega ekki þar sem ég er að fá hálsbólgu.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Ryksugan á fullu

Rekur alla drullu... rallalalalalallaala. Rekur hana upp að vegg og útí horn. Bloody ryksuga að ná ekki að taka meðfram! ARGH! Ég þarf þá að eltast við rykkanínur með litlu handryksugunni minni. Þvílíkur tvíverknaður. Hverslags hönnun er þetta eiginlega?!

Ef einhver veit um töfralausn fyrir höfuðverk, sem er óhætt að nota á óléttar konur, endilega látið mig vita.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Nýjar myndir!

Myndir frá heimsókn Hauks, kíkið á þær með því að fylgja linknum hér til hægri á shutterfly.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Ég er komin með græna kortið!

Ú je!!

Og það tók ekki nema 16 mánuði (og óteljandi dollara og eyðublöð)!!! Nú þarf ég ekki að pæla í þessu fyrr en eftir tæp 2 ár... húrra húrra húrra!!

föstudagur, nóvember 04, 2005

My inner Smurf!

Fann strumpaprofile forrit á vefsíðu Dagrúnar frænku... varð náttúrulega að prufa. Og ég er Gáfnastrumpur! Jæja, þá vitiði það öll!!!

Who is your inner Smurf?

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Haukur bró í heimsókn

Drengurinn missti af vélinni á föstudagskvöldið en Northwest Airlines voru nógu almennilegar til að gefa honum miða til LAX í staðinn fyrir John Wayne Airport. Beint flug. Við fórum því til LA á föstudagskvöldið og náðum í hann, héldum svo beint til Sequoia National Park. Þar keyrðum við um á laugardeginum og nutum ótrúlegs útsýnis, fallegra haustlita og ekki má gleyma því að við sáum 2 birni! Ójá, við sáum mama-bear og baby-bear! Mjööööög sætt! Ég tók helling af video af þeim og var svo æst í því að ég klikkaði á að taka myndir! Ég náði 3 myndum, 1 er of hreyfð, 1 er ókei og 1 er mjög góð. En þetta var æðisleg ferð, mjög gaman!

Erum svo búin að vera að leika aðeins, fórum á rúntinn í gær á Halloween á Balboa Island. Spookeeyyyyyy....

Gaman að hafa lillabró í heimsókn! :)

PS. Hann gerði dáldið í dag sem er svaka kúl... er leyndó! :D