fimmtudagur, janúar 27, 2005

Well well well...

Jæja, þá heyrði ég loksins í þeim hjá fyrirtækinu! Það vildi þannig til að hann var víst ekki að koma til Californiu þessa vikuna heldur næstu! Mrrrd! Hvað var þá málið?! Anyways, ég fékk email í dag þess eðlis að það verði haft samband við mig á mánudaginn og hist á þriðju- eða miðvikudag. Þannig að nú er ég alveg á fullu að halda áfram að undirbúa mig. Vissuði það að það er allt mun íhaldssamara hér heldur en heima?! Ég verð að vera þvílíkt uppstríluð (business formal heitir það víst) og má ekki vera með hangandi skartgripi, það tíðkast ekki að konur séu með veski eða handtöskur heldur bara skjalahaldara eða svoleiðis... eins gott að ég tók dragtina mína með! Ég er núna að fara í smá leiðangur með Hawa, frænku Abdul. Hún er jafngömul okkur og er algjör viðskiptagella, ólst upp í Þýskalandi og flutti hingað þegar hún kláraði háskólann þar. Þekkir því inn á bæði Evrópu og USA. Hún er meira en tilbúin til að hjálpa mér að finna "the appropriate attire" og segja mér do's og don'ts í svona umhverfi. Svo er það víst þannig að þegar maður er kominn með starfið, þá má maður aðeins slaka á í klæðaburði! Hjúkket, mar!

Jæja, verð að fara að finna mig til og halda áfram að undirbúa mig fyrir viðtalið.

PS. Takk, Svava mín, fyrir að bjóðast til að sjá um þetta mál fyrir mig, það var mjög fallega boðið! :)

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Hrmfph!

Ekkert heyrt enn frá fyrirtækinu... klukkan er hálf 3 á miðvikudegi. Hmmm.... sökkar. Ég átti að fara í viðtal í þessari viku... whatever. Það eru önnur tækifæri. Þeirra missir :) Gef þeim séns í viðbót, það eru 2 dagar eftir af vikunni.

Bear er í heimsókn hjá okkur í dag og verður í nótt... svo förum við kannski upp í eyðimörkina á föstudag að skoða eyðimerkurblóm! Woohoo! Reyndar án Bear af því hann er ekki leyfður á náttúruverndarsvæði... en fer allt eftir hvort ég verði kölluð í viðtal eður ei.

Ég keypti mér afskornar páskaliljur úti í búð í gær og litlar sætar dökkfjólubláar alpa-írisir í potti sem brosa framan í mig núna :) Ég borgaði heila 4 dollara fyrir hvort í sínu lagi... geðveikt verð! Svo fengum við áðan í pósti sendingu frá fjölskyldunni á Íslandi sem gerði mig þvílíkt glaða! Þetta situr núna uppi á hillu og lítur alveg stórkostlega út! Ég er svo heppin að eiga svona góða að :) Takk fyrir okkur! Kyssi kyssi kyssi kyssi!!

Svo megiði nú endilega minna á ykkur endrum og eins á síðunni, ég hef svo voðalega gaman af því þegar einhver skilur eftir skilaboð :) Þið hafið nú aldeilis um margt að velja, það er gestabók, skilja eftir komment eða skrifa á töfluna þarna vinstra megin! Wink wink nudge nudge!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Það er á lífiiiii.... / It's aliiiiiveeee....

Jájá, er ekki búin að gleyma ykkur strax sko! Bara er búin (og er enn) frekar bissí að græja stöff og svona. Er t.d. enn að pakka uppúr töskum sem komu hingað í desember þegar ég var á Flórída. Mikið mikið stöff. Nokkur mikilvæg stykki brotnuðu en það er kostnaðurinn við að flytja svona. Svo þurftum við Abdul nú aðeins að fara að leika okkur saman, smá dagur fyrir okkur :) Við fórum í Knott's Berry Farm sem er nú aldeilis skemmtilegur staður! Við öskruðum úr okkur lungun og ég er enn með illt í hálsinum! Hrikalega gaman að fara í rússíbana og geðveik tæki sem henda manni niður úr 180 feta hæð! Vóóó!

Allavegana, ég mun skrifa meira seinna, þegar ég er búin að græja meira úr þessum töskum! Alrighty then!


Yes yes, I haven't forgotten you already! I've just been (and still am) rather busy sorting out various things. I am, e.g. still sorting out the bags that came from Iceland in December, while I was in Florida. Lots and lots of stuff. A few important pieces broke in transit but I guess that is the expense of moving it this way. And then Abdul and I had to have our own little time of play, a day for ourselves :) We went to Knott's Berry Farm and what a place! We screamed our lungs out and I still have a sore throat! All kinds of roller coaster rides and crazy things that throw you down from 180 feet! Woooo!

Anyways, I will write more later, when I've unpacked!
Alrighty then!

mánudagur, janúar 17, 2005

Há dú jú læk Æsland? // How do you like Iceland?

Brill heimildamynd um hvernig útlendingar sjá Íslendinga og Ísland var sýnd í sjónvarpinu í gær. Ég var hreinlega mjög sammála flestu sem kemur þarna fram, fyrir utan eitt-tvö atriði. Fyrir ykkur hin sem ekki sáu þetta, þá er hér stutt innsýn:

37 útlendingar af 9 þjóðernum sem hafa eytt töluverðum tíma á Íslandi eða samskiptum við Íslendinga sögðu álit sitt.
  • Íslenskir karlmenn eru feimnir, ljúfir, þora ekki að reyna við íslenskar konur á börum og líklegast flengdir andlega heima við.
  • Íslenskar konur eru duglegar við vinnu, barma sér ekki og eru ákveðnar.
  • Nýr, íslenskur arkitektúr er yfir höfuð ljótur.
  • Gríðarlegur kapítalismahugsunarháttur veldur því að Íslendingar vinna of mikið og njóta aldrei þeirra lífsgæða sem þeir eru að keppast við að öðlast.
  • Við tökum fallegri og hreinni náttúru og náttúruauðlindum sem sjálfsögðum hlut, lærum ekki af reynslu annarra þjóða.
  • Við kunnum ekki að markaðssetja landið, sem veldur að það er ekki enn á kafi í ferðamönnum, sem aftur er hluti af aðdráttarafli þess.
  • Ef það væri aðeins meiri sól á Íslandi væri það besta land í heimi!

Ég verð nú bara að segja að ég er sammála öllu þessu! En þetta var óskaplega skemmtilegur þáttur.

Átti ljúfa helgi með spilastelpunum og nýjasta meðlim klúbbsins, henni Eyrúnu litlu Haraldsdóttur, 5 og 1/2 mánaða skvísu. Ekki leiðinlegra að hafa hana með! Hún er svo ljúf, litla rúsínan :) Það var spilað og spilað og borðað og talað og pottast :) mmm... frábært! Það vantaði Maríu og Sillu, því miður. En vonandi getum við endurtekið þetta síðar og komist allar! :D Færðin heim var svakaleg... það tók 3 klukkutíma frá því við lögðum af stað frá Úthlíð og þar til ég var komin inn hjá mér. Reyndar þurfti ég að dreifa stelpunum til sinna heima, en þetta tók gríðarlega langan tíma. Stundum var svo mikill skafrenningur og hríð að maður sá hvorki veginn né næstu vegastiku! Íííík! En þá var ekkert annað í myndinni en bara að syngja með Robbie Williams-disknum sem var í tækinu og slappa af :)

------------------------------------------------------------------------------

A fantastic documentary about how foreigners perceive Iceland and Icelanders was shown last night on telly. I totally agreed with most of the statements, apart from one or two. For those of you who didn't have the priviledge of seeing it, here's a brief synopsis:

37 foreigners of 9 different nationalities expressed their opinions about Iceland and Icelanders.

  • Icelandic men are gentle, shy, afraid to make passes at Icelandic women in bars and most likely mentally whipped in their homes by their wives.
  • Icelandic women are tough, hard-working, don't complain and are determined.
  • New, icelandic architecture is, in general, ugly.
  • A tremendous capitalist mentality results in a vicious cycle of working too hard to be able to acquire things and not being able to enjoy them because we work too hard.
  • We take our clean nature and natural resources for granted and we don't learn from other nations' mistakes.
  • We fail utterly in the marketing of Iceland, resulting in very few tourists visiting, which again is one of its main attractive qualities.
  • If we had more sunshine, we'd be the best country in the world!

I have to say that I totally agree with most of it! It was such a great program. :)

I had a wonderful weekend with the girls from the boardgame club. It's newest member, Eyrún Haraldsdóttir 5 and half months old, was also with us and made the trip even more enjoyable. She is so sweet, the little cutie-pie. We played games, talked, dipped into the hot tub, ate good food and thoroughly enjoyed ourselves! Mmmm... excellent! We were, however, short of 2. Silla and María didn't make it this time. Shame. But hopefully we'll be able to repeat the experience at a later date, with all of the members!

Driving home was terrible! Sometimes the snowstorm and driftsnow was so thick I couldn't see the road or the roadside reflector sticks! It took us almost 3 hours to drive what should have been no more than an hour and half. So, the best thing to do in the situation was just to drive slowly, relax and sing along with the Robbie Williams CD we were playing :)


þriðjudagur, janúar 11, 2005


Helping the local fishermen...  Posted by Hello

Things have been cleaned up a lot in Ao Nang... Posted by Hello

Taken a few days ago in Ao Nang, near Krabi. Suliman is posing for a newspaper :) Posted by Hello

This is taken two weeks ago on campus, very close to our flat :) Gorgeous!  Posted by Hello

Bleeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeehhhhh...........

mánudagur, janúar 10, 2005

Check this out!

Check out the guinea pig way!!!

Oui

Ammli Beggóar (þann 8. janúar, afmæli Elvis líka!!) var kúl, ég lærði ýmislegt á kvöldinu :) t.d. að gluggakistur eru ekki góðar í ástarleikjum, að það er niche-markaður fyrir lyklaborðaflengingar, að Grímsson er næst-ríkasti maður sem Óskar þekkir... og að ungar stelpur í dag vilja bara taka það upp rassinn. Þessi viska mín er komin eingöngu frá Grímsson og Skara. Ég gafst upp um hálf-3... ólétta konan var duglegri en ég!! Smánarlegt! Og það var eftir eitthvað 13 tíma úthald hjá henni! You go girl!

Svo var bara hangið á sunnudeginum, afmælisdegi Abdul... ég er bara í letikasti. Best að kíkja þá á Lata-bæ! Og vissuð þið að það er hrúga af foreldrum sem er að fíla Lazy-Town á Nickelodeon í botn!? Það eru þarna mæður sem eru að dásama íþróttaálfinn og Glanna glæp, hvað þeir séu nú sætir... og hversu karlmannlegur Íþróttaálfurinn er þegar hann fer í splitt og hoppar ;)

Suliman ætlar að vera eitthvað áfram í Thailandi... hann er búinn að finna munaðarleysingjahæli fyrir innfædd börn og ætlar eitthvað að hjálpa til þar og gefa þeim pening. Eru ekki allir búnir að gefa í hjálparstarf????!!!!

Beggó's b-day was cool (the 8th of Jan is also Elvis' b-day!!). I learned some things that night :) e.g. that window sills are not good for lovemaking, that there is a niche marked for keyboard-spanking, that Grimsson is the second-richest man Óskar knows... and that young girls today only want it upp the ass. This wisdom is brought to me by Grimsson and Skari. I gave up at about 2:30 am... the pregnant lady had more stamina than I!! Disgraceful! And she had been at it for 13 hours!! You go girl!!

Sunday was lazy-day... Abdul's birthday. I am in a lazy-mood. So maybe I should have a look at Lazy-Town at Nickelodeon. Did you know that mothers are falling head over heels for Sportacus and Robbie Rotten??!! :D They are raving about how masculine Sportacus is when he does his little flips and splits! Great stuff!

Suliman is staying in Thailand for a bit more. He's found an orphanage for local children and is going to assist them as he can and donate money to them. Hasn't everyone else donated to aid the people????!!!

föstudagur, janúar 07, 2005

VIÐBJÓÐUR // DISGUSTING

I can't believe this exists. What kind of dehumanised individuals are they?? The Westboro Baptist Church. Does anyone of you know how to take down their website? Perhaps as god?? Bombard it with "messages from god", saying how evil and horrid people they are??

If I was a drag queen... dabbeedoobeebabbeebabbeedaaaaah...

Your Drag Queen Name is: Sofonda Cox


fimmtudagur, janúar 06, 2005

Tyrkland // Turkey

Ein ferðaskrifstofa hér í bæ (samkeppnisaðili!!!) er að selja ferðir til Tyrklands í sumar. Nánar tiltekið Anatolia-svæðið. Í bæklingnum eru myndir af sælu fólki á baðfötunum á ströndinni, af hvítu, stóru hóteli með sundlaug í garðinum og myndir af hótelgarðinum, sem NB. gætu allt eins verið teknar á Benidorm, Ibiza eða Rimini. Svo til hliðar, í smá texta, er minnst á að það séu einhverjar merkar minjar nálægt frá tímum Grikkja og Rómverja og a það verði 2ja daga ferð til Capadoccia. Eftir að hafa farið til Tyrklands og séð aðeins brotabrot af þeirri menningu og minjum sem þar eru, finnst mér hreint út sagt móðgun að selja Tyrkland eins og hvern annan baðstrandarstað. Og ef fólk er að kaupa "strandaferðir" til Tyrklands, þá er það að missa af SVOOO miklu! Ég er allavegana alveg yfir mig hneyksluð á þessu öllu saman. Maður verður jú að vera hneykslaður á einhverju, ekki satt?? Ég býst við að ég sé orðin ferða-snobbari.

A travel agent in town (a competitor!!) is selling trips to Turkey this summer. To be precice, the Anatolia-area. In their brochure and adverts they have photos of happy people in their bathing suits on the beach, of a large white hotel with a pool in the back and of the hotel garden, that might NB. just as well be taken in Benidorm, Ibiza or Rimini. Then there's a little text to the side saying that in the nearby area there are some ruins from the Greek and Roman period and that there will be a 2-day trip to Capadoccia. After having gone to Turkey and seen only a tiny fraction of the culture and ancient remains the country has, I'm frankly insulted by the fact that Turkey is sold like some cheap destination-floosie. If people are buying "beachtrips" to Turkey, it's their loss!! I am just totally shocked by this all. One cannot help being shocked, can one? I guess I have become a travel-snob.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Kæfa / paté

Áramótin komin og farin. Voru voða róleg. Við sprengdum ekkert. Fórum upp á skrifstofu og horfðum á flugelda.
Voðalega verður maður fljótt kæfulitaður á þessu landi. Kæfulituð húð og kæfulitað hár.
Ég fór í göngugreiningu í gær hjá Össuri. Það var athyglisvert. Ég er með verulega bæklaða fætur. Einnig er hægri leggurinn 6-7 mm. styttri en sá vinstri. Útskýrir margt. Ekki allt, en margt.
Senn líður að þrítugsafmæli Beggulóar köngulóar. 30 ára! Woohoo! Húrra!

New Year come and gone. Very quiet. We didn't buy any fireworks. The family went to the office to get a nice overview of the city and watched others blow up their money.
It's amazing how quickly one acquires the colour of paté in this country. Skin paté-coloured, hair paté-coloured.
I went to Össur and got my feet "diagnosed". It was interesting. Apparently I have severely wonky feet. My right leg is 6-7 millimeters shorter than the left one. Explains a lot. Not everything, but a lot.
Soon, Beggó will be 30 years old! Woohoo! Hurrah!

þriðjudagur, janúar 04, 2005

HAH! Much more cool than Svava's results!!!

100 Years by Five for Fighting
"Every day's a new day...15 there's still time for youTime to buy and time to chooseHey 15, there's never a wish better than thisWhen you only got 100 years to live"
2004 was about thinking and reflecting - but isn't every year?

What 2004 Hit Song Are You?