mánudagur, nóvember 29, 2004

Meiri myndir // More photos

Grand Canyon neðar á síðunni. Myndir frá Hrekkjavöku og frá blokkinni okkar.

Útsýnið frá blokkinni okkar. Posted by Hello

Nunnurnar ætla að mála bæinn rauðan!!  Posted by Hello

Sætasta nunna sunnan Alpafjalla!!! :D Posted by Hello

Nýjar myndir // New photos!!

Ég er búin að bæta við nýjum hlekk til að skoða Grand Canyon myndirnar, ef þið þorið!! :D Hlekkurinn er vinstra megin á síðunni...

I've added a new link to look at the Grand Canyon photos, if you dare!! :D The link is on the left side of the page...

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Miklagljúfur // The Grand Canyon

Miklagljúfur er í norðvesturhluta Arizona. Þjóðgarðurinn er rúmlega 1,2 milljón ekrur að stærð og er á UNESCO listanum. Maður finnur virkilega fyrir því að vera staddur næstum 2500 m.y.s og við urðum fljótt ótrúlega móð þegar við vorum að klifra niður í gilið og sérstaklega aftur upp!! OK, við erum ekki í besta formi í heimi, en kommon!
Allavegana...
Ég vissi að gljúfrið væri stórt áður en ég kom þangað, en þegar ég sá það þá var ég alveg orðlaus. Þetta er algjörlega ótrúlegt hvernig náttúran (á 1,800 milljón árum) skar þetta svakalega gljúfur. Litirnir, dýptin, stærðin... algjörlega yfirgnæfandi fegurð. Setur allt í samhengi. Svakalega er maður lítill! :) Og hugsa sér, þarna bjuggu menn, bæði uppi á brúninni og niðri í gljúfrinu! Hitinn verður mjög hár á sumrin yfir daginn og dettur hratt niður á nóttinni. Það verður einnig rosalega kalt á veturna; það var snjór út um allt þegar við vorum þarna um helgina.
Við sáum kanínur, dádýr (mule deer), hrafna, ref, mús, "mockingbirds", "blue jays" og fullt af allskonar fuglum sem við gátum engan veginn fundið út hvað var. Við hlustuðum á einn af þjóðgarðsvörðunum segja frá kondórunum sem búa þarna. Miklagljúfur er s.s. einn af þremur stöðum þar sem verið er að sleppa kondórum til að endurreisa stofninn. Tveir ungar hafa komist á legg hjá sitthvoru parinu síðan prógrammið byrjaði, sá yngri tók sín fyrstu vængtök á þakkargjörðardag! Þeir sem fylgdust með því sögðu að þetta hafi verið meira eins og skipulagt fall, ekki mjög þokkafullt flug :) En við vissum þó allavegana núna að við vorum á kondórasvæði!!
Við heimsóttum einnig 800 ára gömul hýbýli indjána sem bjuggu á svæðinu. Það voru ættbálkar sem bjuggu þarna og byggðu ótrúlega falleg hús, kölluð 'pueblos'. Navajo indjánar kalla þetta fólk 'Anasazi' sem þýðir "ancient ones". Það hvarf skyndilega frá svæðinu fyrir um 800 árum og lítið hefur fundist sem gefur til kynna hvers vegna þeir fluttu á svæðið til að byrja með og svo af hverju þeir fóru svo skyndilega. Þar sem engar skriflegar heimildir eru til, og það er andstætt trú Navajo indjána að valda jarðraski og grafa upp fornleifar, þá eru enn mjög skiptar skoðanir og getgátur í gangi um hvað hafi nákvæmlega gerst á þessum tíma. En töluvert af hýbýlunum stendur enn og við horfðum á fullt tungl rísa yfir 'painted desert' eyðimörkinni og skína á indjánarústir. Alveg ótrúlega fallegt.
Ég gæti haldið áfram að tala um hvað þetta var geggjað, en ég læt þetta duga í bili. Það sem ég vil benda öllum lesendum á er að setja Miklagljúfur á listann yfir hluti sem þarf að gera! :)
Myndir koma seinna!

Vó! /Wo!!

Ég get ekki byrjað að lýsa umhverfinu og útsýninu... Ég er enn svo uppnumin og allt kerfið er á overload. Við erum búin að vera á ferðalagi heim síðustu 10 tíma, ég verð aðeins að leggjast niður og hvíla heilann.

I can't begin to describe the scenery... I am still so wrapped up in it and my system is on overload. We have been traveling for the last 10 hours, driving home. I must lay down for a mo and rest my brain.

föstudagur, nóvember 26, 2004

The mother of all canyons...

Last night was lovely... Turkey was yummy and so was the rest of the stuff! Good people, good food, doesn't get much better than that!

It's not even 5 am. yet and we're up! Bloody traffic making us do that. Commiting this cardinal sin.

Ok, gotta go drink my tea before we hit the road, Jack.

Y'all have a great time over the weekend, now, ya hear?

Ta tah!

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

We are going on a summer holiday...

Today is devouring-turkey-day... Tomorrow morning, Abdul and I are heading out to Le Grand Canyon! The mudder of all canyons! Oh yeah!
Right now, Abdul is bothering me, so now I have to beat him up. I'll be back later.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

This is Abdul's result... scary!

Take the quiz: "Which American City Are You?"

Washington DC
You're rotten to the core. You're deeply agressive; street-level violence and big-time politics.

Which US City am I?

Take the quiz: "Which American City Are You?"

Seattle
Your dark exterior masks a caffeine driven activism. You'll take up a cause and you'll get ugly to advance it.

Bear og nyji fini jeppinn hans Zulu Posted by Hello

Haust i Californiu... svooo fallegt! Posted by Hello

Jolasnjor! Posted by Hello

Winter Wonderland :-) Posted by Hello

Vissud thid ad California gaeti ordid svona?? Posted by Hello

Tok adeins 30 min ad komast i svona snjo!  Posted by Hello

The OC!!! Vissud thid thad?? Posted by Hello

Veðrið er komið aftur // The weather has returned

Það er bara hið fallegasta veður úti í dag... og ég er að fara að veiða! :) Víí! Gruner og ég erum að fara að sulla í einhverjum polli, Abdul kemst ekki með því miður. Er að læra. Blöh.

The weather is absolutely lovely today... and I'm going fishing! :) Hurrah! Gruner and I are going to splash around in some puddle, Abdul can't make it unfortunately. Busy studying. Blah.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Ehem...

Eins og þið, kæru lesendur, hafið eflaust giskað á, þá skrifaði ég ekki neðangreindan póst. Ég var svo vitlaus að skilja bloggið mitt eftir opið, og auðvitað notaði maðurinn tækifærið og bullaði á bloggið. Ég ákvað að leyfa þessu að standa til að minna okkur öll á mikilvægi þess að fara í framhaldsnám. ;)

What a great man the Abdul is....

I love how manly and masculine he is. He is SO smart and really wants to gain a lot of weight. Maybe some day, he will stop exercising all together and turn into a giant piece of lard.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Innlit/Útlit!

Ég var orðin leið á hinu lúkkinu, ákvað að lyfta mér á kreik og breyta aðeins til. Boredom settling in, yes.
Annar ótrúlega fallegur dagur, peysuveður, sól, ferskt loft, engin "smog" eða "sea-layer" eða "mist" kjaftæði til að trufla útsýni. Bara fjallasýn, eins langt og... eh, já... augað... eygir... ehem. Getur augað gert eitthvað annað en eygt? Getur það t.d. eldað? Eða hellt uppá kaffi? Think not! HELLINGUR af snjó í fjöllunum í nágrenninu... svakalega kúl! Kíkið á webcam frá Big Bear skíðasvæðinu!

Ég var víst ekki búin að segja frá tvöföldu trúlofunarveislunni (systkini að fara að giftast, ekki hvort öðru, sko!!) sem við fórum í hérna um helgina. Trúlofunarveislur eru víst hefðbundin og táknræn veisla þar sem vilji fjölskyldanna tveggja er yfirlýstur. Það eru allskonar hefðir og rútínur; venjulega er veislan haldin af fjölskyldu brúðarinnar, mjög óhefðbundið að systkini halda svona saman. Svo eru hefðbundnir trúlofunarkjólar tilvonandi brúðar yfirleitt ljósbláir eða ljósbleikir... hmm... Svo á einhverjum tímapunkti færir fjölskylda brúðarinnar fjölskyldu brúðgumans (eða öfugt!?) fullan kassa af konfekti, sem tákn um að gefa í burtu brúðinna/brúðgumann. Í kjölfarið fara fjölskyldur beggja upp á svið/hásætið þar sem brúðguminn og brúðurin sitja prúð, og allir gefa þeim skartgripi. Endalaust var hægt að hengja á þau! Auðvitað voru hálsmen og hringar algengust, því það er auðveldara að hengja það tvennt á fólk en endalausa eyrnalokka, átsj!! :-O Svo þegar skartgripaskiptin eru búin þá eiga allir að fara út á dansgólfið og hrista axlirnar. Þið sem hafið séð Bollywood myndir, þá dansar fólk nákvæmlega þannig!! Hristir og yptir öxlum og snýr höndunum í takt! Ég verð að segja að mér fannst þetta voðalega fyndið og afskaplega skemmtileg upplifun... :D Það er víst voðalega mikið mál að ALLIR fari að dansa... ég og Abdul sluppum þó við að fara og hrista axlir. Eitt sem er miður, og er víst partur af programmet, og það er að tónlistin er ALLTOF hátt stillt. Hún er það hátt stillt að manni er illt í eyrunum og getur ekkert talað við fólk! Why?! Ég kommentaði við frænku Abdul að tónlistin væri alltof há... hún bara brosti og sagði: "Já, ég veit! Þetta er bara alltaf svona, hahahah!!" Þið spyrjið: hvers vegna er ekki hægt að biðja gæjann með skemmtarann að lækka? Svar: vegna þess að þeir lækka þá bara í græjunni á meðan það lag stendur yfir, og hækka svo strax aftur! Sannað og reynt. En samt verð ég að segja að gæjinn var nokkuð góður, hann söng STANSLAUST í 4 klukkutíma! Ok, hann tók pásu í hálftíma meðan hann borðaði, og svo spilaði hann ekki á meðan magadansmærin var að dansa. OMG! HÚN VAR GEGGJUÐ!! Ég verð að segja að ég hef ALDREI séð jafn góðan dansara! Vó! Shake it like a Poloaroid picture!!
Allir voru svakalega fínir; ég þarf sko að kaupa mér nýjan kjól fyrir brúðkaupið...

Annað af tveimur pörum. Takið eftir hálsfestunum!  Posted by Hello

Önnur af Ze blushing brides...  Posted by Hello

Hálsinn er orðinn svo þungur af öllum þessum skartgripum!!  Posted by Hello

Skartgripaáhengið byrjað...  Posted by Hello

Hún var svakaleg!  Posted by Hello

Magadansmærin... vó. Posted by Hello

Samræmt brúða-axlahrist! Posted by Hello

Meira axlahrist... Posted by Hello

Brúðirnar tvær og brúðgumarnir að hrista axlir! Posted by Hello

Suliman the Magnificent!! Posted by Hello

Frænkur strákanna... gellurnar á svæðinu! Posted by Hello

Habib (til vinstri) og Fahima (hægri). Einhver ættingi í miðjunni...  Posted by Hello

Borðandi sykraða möndlu, namminamm! Posted by Hello

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Veðrið

Mér finnst yndislegt veður úti núna... það er sól, mjög tært loft, aðeins 14 stiga hiti, ferskur kaldur vindur sem kemur frá fjöllunum... og í öllum fjallgarðinum hanga stórir snjóskýjabólstrar!! Snjór niður í miðjar hlíðar!! Ótrúlega fallegt! :) Ég vildi að ég ætti aðdráttarlinsu á myndavélina mína, þá gæti ég tekið myndir af þessu. Mmm... ég og Bear fórum út að leika, hlaupa og hamast, svaka stuð. Með þetta líka fallega útsýni yfir nærliggjandi fjöll... mmmm... En ég get lofað ykkur því að það finnst ÖLLUM öðrum alveg hræðilegt veður! Evrópskt veður! Fólk kann ekki gott að meta. Hnuss!

Kvöldverðarboð

Við buðum fólki í mat á föstudaginn. Buðum vinafólki okkar (pari), Suliman og Deborah. Parið ætlaði að koma. Var svo ekki visst. Hætti svo við. Hætti svo við að hætta. Í millitíðinni höfðum við boðið frænku strákanna, jafnaldra okkar. Hún hætti svo við. Við enduðum s.s. 6 að borða. Við höfðum hóað fólkinu saman svona milli hálf 7 og 7... ég bjóst við því kannski rúmlega 7. Kl. 8 var enginn kominn né enginn búinn að hringja. Great. Einkennileg hegðun. Svo rúmlega 8 kom fólkið. Ég verð að segja að sem betur fer var ég ekki með neinn viðkvæman mat sem hefði eyðilagst ef hann hefði þurft að standa!! Kannski er þetta bara viðtekin venja í Bandaríkjunum að mæta alltof-tískulega seint! En mér fannst þetta gremjulegt og ókurteisi. Og hananú. Kvöldið var samt skemmtilegt, þegar loksins allir komu.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Jólajólajólajóla....

Ég er byrjuð að kaupa jólagjafir! Hurrah! Visa frændi borgar. Er búin að afgreiða 2 af "erfiða fólkinu", sem er alveg ótrúlegt, miðað við að það er enn bara nóvember! Og talandi um það, þá eru 2 vikur í dag þar til ég fer til Orlando og hitti pabba og Co!!! :D Woohoo! Kúl! Ég hlakka súper dúper til!

I've started to buy x-mas pressies! Hurrah! Uncle Visa pays. I've already taken care of 2 from "the difficult crowd", which is just amazing considering it's still only november. Speaking of, only 2 weeks to the day until I go to Orlando and meet dad and Co!! :D Woohooo! Cool! I am soooo looking forward to it!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jólaplön // Christmas plans

Jólin færast nær og nær. Enn yfir 20 stiga hiti í Californiu. Lítið sem minnir á jólin, fyrir utan skreytt pálmatré (?) og hreindýrafígúrur úr birkigreinum, skreytt með ljósum. Svo er bara jólasnjór heima. Hm. Ég veit samt, bara inní mér (jólagenið, sko) að það er kominn sá tími ársins sem maður fer að huga að jólagjafainnkaupum. Ég ætla mér að vera búin að kaupa ALLAR gjafir áður en ég kem heim. Nema viðkomandi gjöf fáist hreinlega ekki í USA eða sé óhóflega stór. Þannig að... ég ætla að vera skipulögð, búa til lista í Word og gera þetta eins og fullorðin, með fyrirfram ákveðinn fjárhag. Ég neyðist líka til að gera þetta þar sem ég var að heyra það í DAG að það líti ekki vel út með vinnu um jólin. GREAT. Gott líka að fá að vita þetta svona mánuði áður en ég kem heim Í JÓLAVINNUNA. Gefur mér svo rúman tíma að finna eitthvað annað sem borgar!! ARGH! Ég er ekkert fúl. Og by the way, það er ÓGEÐSLEGA mikið af GJÖRSAMLEGA hæfileikalausum stelpusöngvurum til hérna! Og það er endalaust verið að troða þeim uppá mann. Ég er bara alls ekki að láta þetta pirra mig.

Við erum komin með heimasíma! // We have a home phonenumber!

Símanúmerinu verður dreift til fárra útvaldra...

The number will be distributed to a few select people...

mánudagur, nóvember 15, 2004


Svefnherbergið og skápurinn okkar Posted by Hello