fimmtudagur, apríl 28, 2005

Jón eða Séra Jón

Jæja, komin heim, frábært að hitta ömmu, mömmu, pabba og systkinin! Bara stutt stopp en betra en ekkert! Nú þarf ég bara að halda í mér fjölskylduþörf þar til í desember, þegar planið er að hersingin flýgur aftur til Orlando og standandi partí í 2 vikur!

Fór og talaði við lögfræðing í morgun, hann er að reyna að fá fyrirtækið til að gera mér tilboð og skrifa bréf um að þeir VERÐI að fá mig í starfið ASAP. Þá kannski getur hann heillað einhvern súpervæsör hjá útlendingastofunni og græjað þetta fyrir mig! Já, þa virkar víst eins alls staðar í heiminum: "Það er ekki sama hvort það er Jón eða Séra Jón."

laugardagur, apríl 23, 2005

Winter Park

Það er stuð í Winter Park, standandi partý allan daginn! Ég er þegar búin að fá tvær afmælisgjafir fram í tímann, og þær eru æði!! Frábær jakki sem mig dauðvantaði, og æðislegar gallabuxur, sem aftur mig dauðvantaði, þar sem hinar voru að detta í sundur á rassinum. Ég er búin að vera í þeim nær stanslaust í 2 ár! Jájá, ég fór úr þeim þegar ég fór að sofa, í sturtu og allt það... en þess á milli er ég búin að vera með þær hangandi á mér!

Allir eru hressir, Kristín og Erik eru alltaf jafn sæt, Erik er búinn að lengjast heilan helling og Kristín er aðeins að stækka líka, er rosa gella en hún er bara 13 ára!!! Mér finnst hún alltaf vera 15... hún er ótrúlega þroskuð fyrir sinn aldur.

Anyways, ætla að fara að leika við fólkið!

Bless í bili!

mánudagur, apríl 18, 2005

Lífið er viðkvæmt

Ég vildi bara minna ykkur öll á hve viðkvæmt lífið er og að eitt andartak getur breytt öllu.

Bekkjarfélagi Abduls liggur nú í öndunarvél... læknar segja að ef hann nokkurn tímann vaknar aftur, þá verður hann alvarlega vanheill og mun aldrei geta neitt annað en í mesta lagi andað sjálfur.
Hann var að spila vatnsblak fyrir góðgerðarstarfsemi um helgina. Í lok fyrri hálfleiks tóku liðsfélagarnir eftir því að hann var ekki í markinu, eins og hann átti að vera. Allir gerðu ráð fyrir að hann hafði farið á salernið eða eitthvað álíka og héldu áfram að spila seinni hálfleik. Þegar leiknum lauk og allir fóru uppúr lauginni sáu þeir hann liggjandi á botninum. Hann hafði þá verið í vatninu í um 20 til 30 mínútur. Engir áverkar sáust á honum, þannig að gert er ráð fyrir að það hafi liðið yfir hann. Hann hafði verið að skemmta sér hraustlega langt fram undir morgun og farið svo næstum beint í blakið. Hugsanlega hefur hann ofþornað og líkaminn slökkt á sér.
Hann er á sama aldri og við Abdul, nýbyrjaður að búa með kærustunni sinni, nýbyrjaður í MBA-námi, hraustur á líkama og sál... en útaf einu andartaki, er allt breytt.

sunnudagur, apríl 17, 2005


Svona er báturinn sem ég er að læra að sigla á, 14 feta Capri!  Posted by Hello

Aaaaah....

Jæja, fyrsta skrefið i fyrsta verkefninu minu afstaðið! Þetta er STORT verkefni!! Risa-garður!!! En gaman, rosa challenge.
Get ekki notað kommur fyrir ofan stafi nuna, það kemur bara svona ut:
´´i, ´´a, ´´e
Ekki flott.

For að sigla aftur i dag i Newport Harbor. Frabært veður, sol og alveg passlegur vindur. Þegar skipsfelagi minn var að stjorna (i fyrsta skiptið hennar!) hvolfdi hun næstum batnum! Rosa hasar :) En sjorinn er ekki það kaldur, og eg var með föt til skiptana, auðvitað!

Nu verð eg bara að vinna hörðum höndum aður en eg fer til Orlando svo eg geti skilað af mer þessu verki a aætluðum tima!

Ætla að reyna að finna ut vandamalið með þessar kommur... hux hux hux.

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég er komin með heimasíðu fyrir 'vinnuna'

Þetta er nú ekki merkilegt, en þetta var það eina sem við fundum sem var ókeypis og var með bara allt í lagi templates. Það voru allskonar vibbasíður sem við prufuðum og þær voru hver annari hræðilegri. En þessi er bara ókei. Gefur manni allavegana hugmynd um hverskonar ráðgjöf þetta er. En ENDILEGA ekki vera feimin að senda á mig ráðleggingar og ábendingar um hvað mætti bæta og breyta!

Hér er síðan

Stacked!!

Abdul og ég horfðum á fyrstu 5 mínúturnar af þætti sem ber þetta nafn 'Stacked'. Þátturinn gerist í bókabúð sem 2 bræður eiga saman. Aðal plottið virðist vera að inn kemur nýr starfsmaður, sem allir vilja komast yfir... líka konurnar. Leikkonan, sem á að vera svona drop-dead-gorgeous, er....... PAMELA ANDERSON!!! Hún er versta leikkona í HEIMI!! Og það besta er, hún er framleiðandi og co-writer þáttanna!!!! ÆLI ÆLI ÆLI ÆLI Við gátum bara horft á 5 mínútur, svo gáfumst við upp á að horfa á hana sveifla brjóstunum og setja upp mis-ömurlega svipi og nauðga ensku tungunni. Hvar er FCC þegar maður þarf á þeim að halda??!

Ég er búin að fá tíma hjá lögfræðingi, sem er alveg priceless. Bókstaflega. Vonandi að ég geti fengið einhverjar ráðleggingar eða lausnir hjá þeim. Ég þarf ekki að borga fyrir þetta, sem betur fer, þetta er í boði fyrirtækisins sem ég er búin að vera í viðtali hjá.

Fyrsti tíminn í garðaráðgjöfinni minni (English Garden Consultancy) er á morgun. MJÖG dýrt og flott hverfi. Geri ráð fyrir að garðurinn sé stór, þar sem eigendurnir eru með hunda, ketti, hænur og 3 stráka! Þetta verður mjög gaman.

Jæja, best að henda inn nokkrum myndum í viðbót...

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Siglingar

Já ég er byrjuð á siglinganámskeiði! Ekki slæmt að sigla um ótrúlega fallega höfn í frábæru veðri... ég er á milli hálf 5 og 7 þannig að sólin er rétt að byrja að fara niður þegar við erum enn úti á vatninu, voða rómó. Ég er að læra að sigla 14 feta Capri-bátum, ef einhver veit hvað það er, en það eru svona litlir seglbátar fyrir 2-3, en maður getur alveg verið einn.

Amma og mamma eru að fara til Orlando í næstu viku og verða til 27. apríl, þannig að ég ætla að skutlast niðureftir og hitta þær þar! :D Vívíví! Það verður stuuuuuð! Abdul getur því miður ekki komið með þar sem hann verður að vera í skólanum... :/

Er að fara að setja meiri myndir inn, smátt og smátt... watch this space.

Suliman (bróðir Abdul) er í Japan, hann ætlar kannski að hitta á hana Röggu beib vinkonu sem býr nú í Tokyo! Já það er gott að eiga vini um allan heim! (þetta er hint til ykkar, að það er hægt að gista hjá vinum sem búa t.d. í Californiu!!!!!!)

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Myndir // photos

Ok, er að dæla inn myndum frá ferðinni okkar! Er búin að bæta inn Santa Fe...

laugardagur, apríl 09, 2005

Oklahoma myndir, kíkið á þær! /OK photos, check them out!

Fleiri myndir

Það eru að koma fleiri myndir, við tókum alveg heilan helling á ferðalaginu okkar... Þær munu koma inn í skömmtum... ég hef ekki þolinmæði en að setja inn bara nokkur hundruð í einu.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

USCIS sökkar!!!!!

Ég er alveg brjáluð!!! Það er allt bara EKKI að ganga upp með þessa vinnu mína... Ég er bara endalaust að fá rangar upplýsingar og nú lítur allt út fyrir að ég muni bara alls ekki fá þetta starf sem ég er svo búin að vonast eftir. Þrátt fyrir að ég sé komin með sósíal sekjúrití númer, þá rennur tímabundna atvinnuleyfið mitt út eftir ca. 2 vikur. Vegna bulls og vitleysu hjá þessari helvítis stofnun sem sér um innflytjendamál, þá mun ég vera án atvinnuleyfis í 90 daga eftir að tímabundna leyfið rennur út. Það meikar bara engan sens. Ég er búin að tala við ég veit ekki hvað marga hjá stofnuninni og mér var sagt að ég gæti ekki sótt um framhald á atvinnuleyfinu fyrr en hitt er útrunnið.... og þeir gefa sér 90 daga til að prósessa umsóknina. Og ég á s.s. að bora í nefið á meðan. Ég er ekki að fatta þetta. Og svo talaði ég við einn karl áðan, og hann sagði "Við ætlumst til þess að þú sækir um framhald á atvinnuleyfinu 90 dögum áður en hitt rennur út". Well, ég GERÐI það á sínum tíma en fékk umsóknina aftur í hausinn!! Kerlingartussan sem ég talaði við þá sagði mér að þeir gætu ekki prósessað framhaldsumsóknina fyrr en hitt atvinnuleyfið rynni út!!! WTF!!! AAAAAAAAARGH!!! Hvað á maður eiginlega að gera?!! Ég er bara alveg dofin...