miðvikudagur, júní 29, 2005

Íslenska sumarið mitt

Sveitin
Vindbarið móabarð
Esjan í lúpínupilsi
Lambalæri í haga

Reykjavík
Bílafloti frá Bandaríkjunum drekkur rándýrt bensín
Vegaframkvæmdir tefja fyrir hraðakstrinum
Borgin skríður austur yfir holtin mín...

-------------
Endalaus dagur
Grænasta gras í heimi
Sólarlag án sólseturs

fimmtudagur, júní 16, 2005

Kort af skjálftanum


Þarna sjáiði hvar jarðskjálftinn var... og ef þið horfið í áttina að ströndinni þá sjáiði Irvine, þar sem við eigum heima. Mrrrr... No more earthquakes please. Posted by Hello

Annar jarðskjálfti...

Þessi var mun nær, í ca. 100 km. fjarlægð, en ekki jafn sterkur og þessi um daginn. Var um 5,3 á styrkleika. En það var fríkað að 'heyra' hann koma... einhvers konar drunur eða marr... weird.

Anyways, ég er komin með vinnuleyfi! Byrja líklegast hjá Össuri í byrjun júlí...

En nú er ég bráðum að koma heim, vívíví! Og vinsamlegast bara sól, gott veður, engir jarðskjálftar og ekki rok!

mánudagur, júní 13, 2005

Hvort er gæludýrið??


Það er eitthvað mjög perralegt við þessa mynd... en svona er Múshí búinn að þjálfa Abdul vel! :) Abdul kemur skríðandi með gulrót í munninum og gefur grísnum í hvert sinn sem hann biður um! Posted by Hello

Ég var að fatta...

Ég er núna búin að upplifa jarðskjálfta í 3 heimsálfum.... S-Ameríku (Venezuela), N-Ameríku (California) og Evrópu (Ísland). Ég held það sé alveg nóg....

sunnudagur, júní 12, 2005

Jarðskjálfti

Jæja, þá er ég búin að upplifa fyrsta Californíu-jarðskjálftann... hann var 5,4 við upptökin, sem er í ca. 3ja tíma fjarlægð þannig að þegar hann kom hingað þá var hann nú ekki mjög sterkur. En nógu sterkur þó til að vekja mig. Hurðirnar á skápunum hristust, dýnan mín hristist og gardínurnar hristust...

The Gang


Hér eru hinir strákarnir að horfa óttaslegnir á Bruce koma á ógnarhraða til að henda þeim í burtu! Draugafiskurinn (þessi gegnsæi) er matvandur... Ég þarf að kaupa blóðorma á morgun og athuga hvort hann vilji lifandi mat... Posted by Hello

Introducing Bruce bardagafisk!


Bruce bardagafiskur!! Hann er ótrúlega skapstyggur... hikar ekki við að glenna út tálknin og passa uppá plássið sitt... sem er, ehm, eiginlega allt búrið!! Litla frekja... :) Posted by Hello

Leiðrétting

Ehm, sko... búrið er 10 GALLONUR, sem gerir tæplega 40 lítra!! 10 lítrar er dáldið lítið fyrir svona marga fiska... og myndin sem ég póstaði er ekki af mínum bardagafiski heldur af einhverjum sem ég fann á netinu... en ég ætla að pósta mynd af mínum núna...

Hann heitir Bruce, eins og hákarlinn í Finding Nemo :)

laugardagur, júní 11, 2005

Alveg er það merkilegt...

...hvernig ein ákvörðun hefur mikil áhrif! Við vorum á leiðinni heim frá Balboa Island (við vorum að dreifa nokkrum hundruðum auglýsingableðlinga inn á ríku heimilin) og Abdul sagði "eigum við ekki að stoppa í PetCo?" og ég sagði "jú, mig vantar hey fyrir grísina". Við löbbuðum út með hey, nammi fyrir Bear, eitt stykki Asíu-bardagafisk og 10 lítra fiskabúr! En það var ekki nóg þannig að síðar um daginn fórum við í PetsMart og keyptum 'Ghost Catfish' og 4 stykki 'Harlequin Rasbora' :) Þannig að nú er þetta orðið opinberlega dýragarður!!! :D Og NB!! Það var EKKI ég sem stakk uppá fiskabúrinu!!! En ég er voða glöð með það ;)

föstudagur, júní 10, 2005

Vefsíðan okkar er komin upp!!

Jæja, loksins er vefsíðan komin tímabundið upp... við erum búin að hanna aðra á miklu betra formatti, en þetta er það eina sem við gátum notast við eins og er... kíkið á hana og segið mér hvað ykkur finnst, hvað er að og hvað má laga, bæta við osfrv, innihalds-lega séð. Útlitið sökkar en það er það eina sem við höfum í bili!

Síðan er hér, English Bloom.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Ég er að koma heim!

Yndislegu foreldrar mínir græjuðu fyrir mig miða heim!!! :D Ég mun lenda 19. júní og fara aftur 30. júní... ég veit þetta er ekki mikill tími en ég hlakka svo til!!! :D

sunnudagur, júní 05, 2005

Danke Schön!

Takk kærlega fyrir afmælisgjöfina, elsku bestu spilanördarnir mínir! Það var alveg yndislegt að fá allt þetta nammi! :) En leitt með krukkuna :/ En nammið er æði! Var ég búin að segja að nammið er æði? Æði æði æði! :) Víí!

Takk fyrir mig!

Nammið er æði!

Æði!

Æði er nammið (sagt með Yoda-rödd)!!

Kyssi kyssi smaski smaski!

föstudagur, júní 03, 2005

June Gloom

June Gloom er veðurfyrirbæri í Kaliforníu. Skyndilega, eftir fallega byrjun á sumrinu, verður veðrið bara grátt og frekar kalt. Ekki mikil sól... jafnvel rigning... June Gloom er s.s. komið.

Ég er með einhverja pest... gæti hafa verið burrito-inn sem ég borðaði hjá Pedro's í gær í hádeginu. Fyndin tilviljun að þegar við vorum að panta matinn lásum við á heilbrigðiseftirlitsvottorðið þeirra... það hafði verið eftirlit fyrir 2 vikum síðan og allt 100%.... or was it?!

Kærar þakkir til þeirra sem skilja eftir skilaboð, það er alltaf gaman að sjá smá lífmörk frá Íslandi :)