mánudagur, desember 19, 2005
Sonur sæll...
Abdul og ég fórum til Salton Sea í gær, sunnudag. Þar er búið að helga hluta af vatninu sem fuglaverndarsvæði, tileinkað Sonny Bono. Hann lét víst töluvert til sín taka á verndarvettfanginum. Allavegana, það var alveg ógisslega gaman hjá mér, fuglanördinum, og sá ég nokkra fugla sem ég hafði ekki séð áður. Einnig voru snjógæsir þar í hundruðum, eins og hvítir plastpokar út um alla akra og öll vötn! :)
Svo á leiðinni heim stoppuðum við og fengum okkur kvöldmat á In-n-Out (auðvitað!). Á meðan við stóðum í röðinni, var ég eitthvað að kúra mig upp að bringunni á Abdul og hann var að nudda upphandleggina á mér, svona eins og maður gerir þegar maður er að reyna að hita einhverjum upp. Mér var s.s. kalt. Hálfri mínútu síðar steig ég frá til að fara á salernið. Þá segir gömul kona með blátt hár í gömlum velúrjogginggalla í sama lit og hárið: "Hann verður bráðum stærri en þú!" Hún beindi orðum sínum að Abdul. Hún hélt s.s. að ég væri sonur Abdul!!! :D Við grenjuðum úr hlátri!! Hún hefur örugglega fengið sjokk þegar hún sá Abdul og mig kyssast :D Ég hélt ég væri ekki svona rosalega karlmannaleg í útliti og vexti, sérstaklega núna þegar júllurnar eru orðnar C+! En þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem talið er að ég sé strákur :)
Svo á leiðinni heim stoppuðum við og fengum okkur kvöldmat á In-n-Out (auðvitað!). Á meðan við stóðum í röðinni, var ég eitthvað að kúra mig upp að bringunni á Abdul og hann var að nudda upphandleggina á mér, svona eins og maður gerir þegar maður er að reyna að hita einhverjum upp. Mér var s.s. kalt. Hálfri mínútu síðar steig ég frá til að fara á salernið. Þá segir gömul kona með blátt hár í gömlum velúrjogginggalla í sama lit og hárið: "Hann verður bráðum stærri en þú!" Hún beindi orðum sínum að Abdul. Hún hélt s.s. að ég væri sonur Abdul!!! :D Við grenjuðum úr hlátri!! Hún hefur örugglega fengið sjokk þegar hún sá Abdul og mig kyssast :D Ég hélt ég væri ekki svona rosalega karlmannaleg í útliti og vexti, sérstaklega núna þegar júllurnar eru orðnar C+! En þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem talið er að ég sé strákur :)
laugardagur, desember 17, 2005
Red-tail haukur

Þessi ungi fugl var alveg merkilega spakur, og fengum við það uppgefið hjá einum ljósmyndara sem var þarna líka að nördast að hann er 'celebrity' og er þ.a.l. þrælvanur að láta fuglanörda skoða sig og smella óteljandi myndum af sér. Eflaust er hann kominn með rosa egó...
Það var æðislegt að geta verið svona nálægt honum (ca. 3 metrar) og sjá ALLT, litlu 'veiðihárin' sem eru í kringum gogginn á honum, sjá hvernig fjaðrirnar enda í spíss og sjá þessar rosa klær! En hann var ungur og algjör klaufi að veiða. Hann hélt að hann gæti veitt litla fugla í háa grasinu sem var allt í kringum okkur með því að labba um! Eins og að tína ber! Auðvitað skutust litlu fuglarnir í burtu... eftir ítrekaðar tilraunir ákvað hann bara að halda áfram fyrirsætustörfum og hvíla sig aðeins á þessu veiðiveseni...
laugardagur, desember 10, 2005
Laugardagur...
Við hjónakornin fórum á náttúruverndarsvæði í Huntington Beach og sáum alveg ótrúlega flottan fugl... ungan Red-tail hauk... hann var sko ekki hræddur við okkur! Hann bara chillaði á skilti svona 3 metra frá okkur, hvíldi eina löppina, snyrti sig og reyndi aðeins að veiða. Var algjör klaufi við það, ferlega fyndið! Myndir af honum koma eftir smá...