föstudagur, september 30, 2005

Foreldrar farnir, orðin betri í heilsunni!

Já það hlaut að koma að því að maður lagaðist.

Skógareldarnir fyrir norðan LAX valda því að sólarrásin og sólarlagið er mjög fallegt þessa dagana. Ef þetta væri ekki svona sorglegt þá gæti maður notið þess. Svakalegt... en það var svo mikil rigning síðastliðinn vetur, sem olli því að gróðurinn hefur vaxið gríðarlega = eldmatur. Og svo með sumarþurrkinum og heitu vindunum frá Santa Ana fjöllunum þá kviknar í þessu öllu saman.

Alveg var nú yndislegt að fá Abdul heim aftur frá Mexico... hann var líka voðalega kátur að koma heim, saknaði mín ferlega, þessi elska! :) Og ég hans! Við ætlum s.s. ekki að gera þetta aftur.

Oh það er svo mikið af bíómyndum sem mig langar að sjá, m.a. Emanuel's Gift, sem fjallar um ungan dreng í Ghana, Yeboah, sem fæddist með ónýtan legg og fót. Í Ghana eru börn oft drepin ef þau eru með einhvers konar líkamlega galla, eða falin fyrir umheiminum. Einhvern vegin tókst þessum dreng, foreldralausum, að fá sér vinnu við að pússa skó. Svo emailaði hann Challenged Athletes Foundation hér í Kaliforníu og bað þá um að senda sér hjól svo hann gæti hjólað um Ghana og reynt að breyta stereoímyndinni sem fylgir fólki sem er líkamlega fatlað. CAF urðu svo impressed með þessa hugmynd hans að þeir flugu honum til Kaliforníu, beint til Össurar og skelltu fæti á drenginn, gáfu honum hjól og styrktu hann til að hjóla út um allt og reyna að breyta heiminum! Þetta er algjör svona kraftaverkasaga, minnir mann á að það er gott í heiminum þannig að endilega sjáið myndina ef hún er sýnd heima.

Grrr... Gladiator er alltaf svo kúl mynd... er að horfa á hana núna...

sunnudagur, september 25, 2005

Klukk í Kaliforníu

Fjólus klukkaði mig og þar með er komið að mér að klukka Hauk bróður og The Hogfather. Það er víst búið að klukka alla aðra sem ég þekki með bloggsíður!

Svo þarf ég víst að setja inn einhverjar tilgangslausar staðreyndir um mig...

1) Ég hef átt 5 naggrísi um ævina, á núna 2 stráka.
2) Mér hefur líkað veðrið vel í Kali síðan ég flutti hingað þrátt fyrir að allir aðrir kvarti yfir að veturinn var of blautur og kaldur og sumarið var ekki nógu heitt.
3) Ég 'color-coordinate' fataskápinn minn (auðveldara að finna eitthvað til að vera í á morgnana)
4) Við höfum átt 2 ferskvatnsrækjur, sú fyrsta hét Jaques (as in Cousteu). Hann dó eftir 6 vikur. Við keyptum okkur aðra og skírðum hana Jaques II. Hann dó eftir 6 vikur líka! Eitthvað spúkí í gangi...
5) Blóm gera líf mitt betra.

Og hananú!

föstudagur, september 16, 2005

The Hancock Building


Þarna erum við á 96. hæð í Hancock-byggingunni, í The Signature Room, drekkandi kokteila. Ó je, Chicago er kúl staður!

Foreldrarnir koma á morgun!

Húrra húrra húrra!

Ég er að skríða saman en mjööööög hægt... vaknaði bara 2-3 sinnum í nótt til að hósta.
Ég ætlaði að lesa bók sem Abdul keypti handa mér, Frederick & Fredericka, en þegar ég var komin á bls. 40-og eitthvað, þá blöstu við mér ca. 20 blaðsíður þar sem textinn var næstum ósýnilegur! Printer error. Goddamn! Ég var SVO fúl því ég var búin að hlakka til að lesa bókina! Nú þarf ég að henda henni í hausinn á bókabúðinni og fá nýja.

Jæja, er komin með nóg að stara á tölvuskjá. Bless í bili.

fimmtudagur, september 15, 2005

Þetta er náttúrulega brilliant!

Merkilegt hvað svona lítið tæki (á stærð við kreditkort!) getur veitt manni mikla ánægju! Hmm... reyndar eru mörg lítil tæki sem veita manni ánægju... MÚAHAHA...

*Hnerr!* Nóttin var betri en síðustu nætur, þar sem ég gat nokkurn veginn andað án þess að vera með þá tilfinningu að fíll sæti á brjóstkassanum mínum og að ég væri að anda að mér hnífum. Aaah já, blessað Ventolinið. Það virkar.

Heheh :D Boss Hog finnst Jagúar-lagið 'What is going on' EKKI skemmtilegt! Það er smá kafli í laginu þar sem tónlistin er mjög 'snögg' og hann situr í húsinu sínu og kurrar hræðslukurr! Litli illi :D

miðvikudagur, september 14, 2005

Varðandi commentin

Ég er búin að vera að fá svo mikið af spam-commentum að ég ákvað að kveikja á verification feature sem kemur í veg fyrir spam-comment. Afsakið fyrir óþægindin, en þetta er eiginlega orðið óþolandi... ég er nokkuð viss um að ég þurfi ekki að selja neitt, fá 4 skálum stærri brjóst á 13 dögum eða stærri lim á mánuði.

Hey ein spurning

Er einhver sem skoðar þessar myndir mínar?

Ekkert smá kúl!!! Posted by Picasa

Abdul hjá Azteca-píramídum! Posted by Picasa

Svona eru víst öll húsin í borginni Puebla, mjög falleg! Posted by Picasa

Lungnabólga og Ipod nano

Já ég er búin að vera vibba veik... ég ætti kannski að sleppa því að fara í vinnuna alltaf um leið og mér líður betur en ömurlega. En já, ég er búin að kaupa mér Ipod nano!! :D Og hann er MIKLU minni en ég hélt! Ég er núna á fullu að updeita hann :) Mjög spennó allt saman!

Foreldrarnir eru að koma á laugardaginn, ví! En ég er ekki búin að gera NEITT af því sem ég ætlaði að gera áður en þau koma... hrmfph! Ég er bara ekki búin að hafa heilsu fyrir það. Blah.

Abdul er búinn að vera duglegur að koma online á hverjum degi. Hann saknar mín voðalega, auðvitað. Hann er búinn að senda mér fullt af myndum, og vá hvað það er fallegt í Mexico!! Ég vildi að ég væri þarna með honum! :/

Jæja, nú er ég alveg búin á því en er með HRÚGU af þvotti sem ég VERÐ að byrja að þvo... mrrd...

sunnudagur, september 11, 2005

Það sökkar feitt að vera veik.

*hósti hósti hósti*

Þetta er ömurlegt. Og aumingja hundurinn liggur bara eins og dauðyfli og sefur... getur ekki annað...

föstudagur, september 09, 2005

I am a Grass-widow

Jæja, þá er ég orðin ein í kotinu... Abdul farinn til Mexico. :( En ókei, ég er ekki alveg ein, Bear er hjá mér, ég er með 2 grísi, 12 fiska og 1 rækju. Gæti verið verra.

Er búin að ná mér í vibba-bakteríur í hálsinn, er alveg rosalega hress... NOT. Það er árlegt picnik á morgun hjá Össur, alveg hrúga af fólki, rosa prógram allan daginn og svaka stuð. Fólk hlakkar víst til þessa allt árið.... og miðað við hvernig líðanin er núna, þá mun ég missa af þessu. Djö! Ég var með þvílík plön fyrir helgina; kíkja á mega-útsölu í Robinsons-May, ná í teppahreinsitæki og þrífa gólfteppin og sófana, setja upp girðingu í garðinum og planta laukum og blómum og fræjum! Til viðbótar að fara á þetta pikknikk... ó já, ég er ofur-grasekkjan.

Chicago-myndir

Komnar inn á www.bjogga.shutterfly.com!

Kíkið á þær, borgin er svaka falleg og það er ekki mikið af blóma- og fuglamyndum :)

þriðjudagur, september 06, 2005

Helgin búin...

Við eyddum frábærri langri helgi í Chicago, alveg svakalega falleg borg! Alls ekki það sem ég bjóst við. Myndir koma fljótlega.

Talandi um myndir, þá er ég búin að setja inn 2 nýjar möppur á www.bjogga.shutterfly.com, kíkið á það.

Vinnan mín er að bjóða öllum þjónustufulltrúunum út að borða á morgun á voða fínan veitingastað (og makar, auðvitað boðnir með!) af því í ágústmánuði svöruðum við meira en 8000 símtölum!!! Og já, það eru bara 10 manns í deildinni... slatti af símtölum sem hver okkar tók! ;)

Jæja, það er orðið framorðið. Allt er bara ljómandi fínt að frétta héðan og foreldrarnir eru að koma til mín 17. september! Abdul fer til Mexico í bakpokalag á föstudaginn og verður í 2 vikur. Lucky skunk! En hey, ég skrepp bara við tækifæri og heimsæki hana Röggu mína í Tokyo! ;)

Góða nótt.