mánudagur, febrúar 28, 2005

It's on

Hmm... ég vissi að þeir gátu ekki haldið sig frá mér! Ég á s.s. að halda áfram með viðtalsferlið hjá "fyrirtækinu" og athuga hvort ég eigi heima þarna!

Mjög gott. Sérstaklega þar sem reikningarnir hætta ekkert að streyma inn þrátt fyrir að það sé ekkert tekjustreymi. Wonder why....

Óskarinn // The Oscar

Jæja, nú er ég ekki lengur Óskarsverðlauna-hreinmey! Ég horfði á fyrstu Óskarsverðlaunaathöfnina ever, live! :) Það var bara nokk gaman, ég var heima hjá Fahim og Amina og það var smá fílíngur í gangi.

Abdul er að fara í símaviðtal í dag við fyrirtæki sem er að skoða að bjóða honum "internship" í sumar, annað hvort í Cambridge, Massachusetts eða í La Jolla, San Diego. En það vildi svo illa til að akkúrat í dag varð smá breyting á hlutabréfamarkaðinum vegna dauðsfalla sem voru tengd við nýtt lyf sem fyrirtækið var að markaðssetja. Oh bother. Þannig að við vitum ekki hvort þeir ætli að draga saman segl eða hvað.

Kemur í ljós.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Fleiri myndir

Búin að bæta við öðrum link með fleiri myndum... Big Bear er æði! Við ætlum að fara aftur þangað í sumar, þegar snjórinn er farinn!

Ég fór í dag á smá námskeið til að gerast sjálfboðaliði hjá dýraathvarfinu sem rekið er af Irvine-borginni. Það var bara fínt, mér líst mjög vel á að nýta tímann í eitthvað verðugt á meðan ég er ekki að gera neitt. Það eina sem ég þarf að lofa þeim er að ég muni tileinka þeim amk. 8 tímum á mánuði í lágmark 6 mánuði. Það er nú ekkert stórfenglegt, og ég tel að ég muni hafa bara gaman af.

Er enn að bíða eftir meðali handa grísnum :/ Virðist vera eitthvað ferlega lengi að póstast hingað frá Kansas. Hann er þvílíkt að koma til, verða hugrakkari með allt. Ég hitti konu í dag á námskeiðinu og hún sagðist vita um hugsanlegan vin handa Dusty! Við ætlum að reyna að koma á fundi og sjá hvort þeim strákunum líki við hvorn annan, og ef svo, þá verðum við með tvo grísalinga! Víí!!

Jæja, maðurinn minn er að stara á mig, hann vantar smá athygli, greyið! ;)

Sólardagur


Bear og Fahima að slappa af í sólinni. Frábært veður þennan dag, ég eyddi 6 klukkutímum úti í garðinum að "leika mér"! Posted by Hello

Múslíið mitt!!! :) Posted by Hello

Litli grís! Dusty-mann er búinn að uppgötva heyið sitt og lætur sér ekki lengur nægja að borða það sitjandi á gólfinu heldur liggur í því! Posted by Hello

föstudagur, febrúar 25, 2005

Einkennileg frétt // Interesting news

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Myndir komnar!

Jæja, kíkið á þetta :)

Poppkorn!

Abdul og ég horfðum á Dusty poppkornast á fullu og hlaupa í hringi í búrinu sínu í gærkvöldi! Alveg geggjað stuð hjá honum!!! :D Þetta er örugglega í fyrsta skipti síðan hann var lítill ungi sem hann gerir þetta! Spændi sagi yfir allt gólfið!! :D Litli sæti múslíinn minn... En hann er kominn með húðmaura aftur, greyið. Ég er að fara í búð núna til að kaupa meðal fyrir hann. Hann klæjar voða mikið :/ Svo þarf ég bara að fara að athuga með vin handa honum...

Ég hafði ekki tíma í gærkvöldi til að græja síðuna, ég ætla að reyna að gera þetta á eftir eða í kvöld. Er pínu bissí. Alveg merkilegt hvað maður er alltaf upptekinn að "snatta"... og það tekur allt svo langan tíma hér!

Jæja, þarf að fara í gæludýrabúðina! Svo koma myndirnar bráðum!

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

OK

Ég er komin með tímabundið atvinnuleyfi!! Woohoo! Á enn eftir að fara niður í sósíal sekjúrití og sækja um númer. Það er sirkabát dagur sem fer í það... best að taka með sér bók!

OK, ég er búin að breyta uppsetningunni á blogginu, ætla að grufla meira í því í kvöld og sjá hvort ég geti lagað þetta. Skil ekki hvað gerðist... :(

Ætla líka að skella inn linkum fyrir fleiri myndir sem við erum búin að vera að smella hérna, af blómum og fleiru sem er í gangi þessa dagana ;)

Jæja, ætla að fara og reyna að finna internettengingarsplitter, til að koma í veg fyrir að Abdul bori gat í gegnum vegginn okkar!

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ekki hugmynd hvað er í gangi!

Ef einhver sér bloggið mitt í skrítinni uppsetningu, endilega sendið mér línu á kommenti. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi, en ég sé bloggið sem algjört fökk-up en hef samt ekki gert neitt til að breyta... :(
Ég fór á skíði uppi á Big Bear-fjalli á sunnudaginn, skíðaði á Snow Summit! Það var ÆÐI!!!!!! Það var hellingur af snjó, meira en hefur verið í langan tíma. Frábært veður, ekkert rok eins og er svo oft á Íslandi! Geggjað að skíða innan um grenitré og furur... blár himinn og útsýni yfir Big Bear Lake. Nú get ég aldrei farið aftur á skíði á Íslandi! :)

En varðandi þetta veður hérna... þá held ég að þessi texti eigi mjög vel við:

"Seems it never rains in southern California
Seems I've often heard that kind of talk before
It never rains in California,
but girl don't they warn ya
It pours, man it pours."

föstudagur, febrúar 18, 2005

Oh þvílíkt líf!

Ok, ég gat s.s. ekki klárað að taka Kaliforníu-bílpróf því ég er ekki komin með 'social security number'. Hrmphf! Ég var búin að hringja áður og spyrja, og mér var sagt að það væri ekkert mál, á meðan ég er lögleg í landinu er hægt að gefa út skírteini á mig. Svo þegar kom að því, þá bara 'nei, sorry! Þér voru gefnar rangar upplýsingar!' GAAA!! Það er ALLTAF eitthvað! Ég fékk að fara í skriflega prófið og borga fyrir það, enginn sagði neitt! En svo þegar kom að verklega prófinu, daginn eftir, þá stoppaði allt. Andskotans... En vitiði eitt fáránlegt??? Aðalmálið var s.s. að af því ég er 'eligible' að fá SSN þá er ekki hægt að láta mig fá skírteini fyrr en ég fæ SSN. EN!!! Ef ég væri ólögleg og/eða ekki 'eligible' að fá SSN, ÞÁ væri hægt að láta mig fá skírteini!!!!!???? Fattiði þetta???! Bloody skrifræði. :( BTW þá stendur í lögunum að ef einhver flytur til Kaliforníu, þá verður viðkomandi að fá sér bílpróf innan 30 daga! EN ÞAÐ ER EKKI HÆGT!!! ARGH!! Það er alltaf eitthvað svona....
Ég sendi inn beiðni að fá atvinnuleyfi, eins og ég var búin að segja frá, og fékk bréf strax í þessari viku um að mæta í viðtal, sem kom okkur ÞVÍLÍKT á óvart. Ég er orðin svo hvekkt af öllu þessu skrifræði að ég bara kippi mér ekkert upp við þetta og geri bara sterklega ráð fyrir að það muni taka ALLAN daginn að hanga á þessari blessuðu skrifstofu í biðröð og svo að það muni taka þó nokkuð margar vikur að fá atvinnuleyfið. Ég bara get ekki leyft mér að trúa neinu öðru.

En yfir í aðra sálma... alveg merkilegt hvernig allt gerist á sömu helgi. Við erum að fara í partí í vesturhluta Hollywood í kvöld, er svo að fara í klippingu á sömu stofu og ríka og fræga fólkið í Hollywood á morgun (og borga næstum það sama og ég geri á Íslandi!!!) og svo eftir það þá förum við Suliman upp í Big Bear á skíði fram á mánudag með frændfólki þeirra!! Svo líða margar vikur án þess að nokkuð gerist! Sá sem stjórnar svona uppákomum þarf nú aðeins að dreifa þessu betur yfir árið hjá manni svo maður klári ekki skemmtanakvótann bara á einni helgi!

Það er smá séns að Abdul fái frábæra vinnu í Cambridge í sumar... á allt eftir að koma í ljós, en það er allavegana möguleiki! Watch this space.

Dusty er að jafna sig, er byrjaður að borða eins og svínið sem hann er og er aðeins að verða vanari því að láta taka sig upp og knúsa. Honum finnst það rosa gott, lygnir aftur augunum og lyftir upp hausnum til að láta klóra sér á hökunni! Ég er aðeins að fylgjast með húðinni hans, hún er ekki alveg nógu góð... dáldið rauð og bólgin eftir maurana, greyið. Hann var s.s. með húðmaura í dýrabúðinni en skv. þeim fékk hann síðasta lyfjaskammtinn fyrir 2 vikum síðan. Þá ætti að vera óhætt að gefa honum aftur, ef þarf. Við sjáum til. Er að dæla í hann góðri fæðu sem gefur honum c-vítamín og þessháttar. Hann er allur að koma til, greyið. Hann meira að segja sýndi mér 'mini-poppkorn'!!! (Grísaeigendur vita hvað þetta er, en fyrir ykkur hin, þá er þetta mjög sérkennileg hegðun hjá glöðum naggrísum... þeir stökkva beint upp í loftið og gera kryppu á bakið og ískra, mjög fyndið!)

Jæja, verð að fara að gera mig fína! Oh what to wear.... ÉG Á ENGIN FÖT!!!!!

þriðjudagur, febrúar 15, 2005


Þetta er Dusty, nýji grísinn minn!! Hann er frekar ungur, ég giska á um 6 mánaða... Ég fann hann einan og yfirgefinn í gæludýrabúð, fyrir algjöra tilviljun, búinn að vera þar í 2 mánuði!! Ég bara VARÐ að bjarga honum! :D Posted by Hello

ÉG ER SVO GLÖÖÖÖÖÖÖÖÖÐ!!!!!

mánudagur, febrúar 14, 2005

Why oh why?!

Hrikalega sorgleg frétt um dýrin og vistkerfið og fólkið á Madagascar... Það er ekki hægt að segja fólki "þú mátt ekki lengur fæða og klæða þig og fjölskyldu þína!" Það verður að gefa þeim valmöguleika og búa til "túristagildru" þannig að þeir sem vilja fara í gönguferðir inn í skógana borga locals fyrir leiðsögu eða eitthvað slíkt! Ef þeir sjá bein peningatengsl á milli þess að vernda svæðin buddunnar sinnar, þá er kannski séns að innfæddir sjái gildi þess að viðhalda náttúrunni. En þetta er víst ekki svona auðvelt, heldur...

Mikið rosalega langar mig að fara þangað! Anyone til í smá ferðalag...??

La cage au cobayes

Erum að byggja búr! Er að fara að ná í plast til að setja í botninn! Woohoo! And then, just add piggies! :)

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Jæja, svona standa málin!

Ég fékk email og símtal frá starfsmanna-directornum hjá fyrirtækinu. Þau eru að leita að einhverjum sem getur byrjað fyrr en eftir 90 daga... ok, fair enough. Ef þau finna einhvern sem uppfyllir skilyrðin, þá bara fine. En það er ekki búið að neita neinu. Svo er spurning hvort ég sé að fara að hitta í þessari viku, manneskju sem er frá Evrópu-teyminu. Það fer allt eftir hvort þau vilja halda áfram í mig eða hvað... en ég er eiginlega voða mikið búin að missa athyglina, sérstaklega þar sem ég er ekki ENN búin að fá formlega starfslýsingu með skýrum línum hvert ábyrgðarhlutverk stöðunnar er. Svo vantar mig líka launahópinn. Ég er allavegana ekki neitt að gera ráð fyrir þessu. Miðað við það sem ég hef heyrt hérna er þetta allt saman MJÖG óprofessional hegðun... mjög óvenjulegt. Venjulega er það nú þannig að þegar verið er að reyna að veiða starfsmenn, þá er nú aldeilis vandað til þess! Þannig að ég veit ekki hvort þessi hegðun hjá þeim sé smá innsýn í starfsmálin hjá þeim eða hvað?!

Anyways, ég er að byggja búr handa væntanlegum grísum... er að fara á þriðjudaginn að kíkja á tvær litlar stelpur sem heita Poo og Mini, eru báðar ungar. Mini er s.s. voða lítil, feimin og er víst með feld eins og þvottabjörn. Poo er hvít og brún og er víst mjög opin og hress. Ef mér líst vel á þær og þeim á mig, þá fæ ég að taka þær með mér heim! Ég hlakka ekkert smá til að eignast grísi aftur! :) Þegar ég kom heim með grindurnar fyrir búrið henti Abdul sér í það að setja þær saman, voða spenntur! Tíhíhí! :D

Gaman gaman gaman! :D

Attention K-Mart Shoppers!

Jeg er ad fara ad skoda grisi a thridjudaginn!! Er ad fara i leidangur i dag til ad finna efni i bur og solls thannig ad thegar jeg finn grisi tha hef jeg allt tilbuid!! Alright!!! Jeg hef tha eitthvad ad gera a medan jeg hef ekkert ad gera... hmm... hljomar einkennilega en svona er thetta vist.

GVI GVI GVI GVI GVI!

föstudagur, febrúar 11, 2005

Ekki hægt...

Ekki hægt að sækja um flýtimeðferð á mínu visa. Oh. Er að bíða eftir að heyra í starfsmannastjóranum og fá að vita hvað þau vilja gera fyrst ég er ekki með pappíra fyrr en í maí-lok.

Suliman og vinkona hans, Deborah, komu í heimsókn í gærkvöldi. Ég eldaði handa þeim "Chicken in Milk" (Jamie Oliver-uppskrift) og þau féllu fyrir henni, auðvitað! ;) Allir sem smakka fíla hana! Múhahahaha.... Gaman að fá fólk í mat.

Er að reyna að hlusta á BBC Radio 2 á netinu... gengur eitthvað illa að tengja.

Enn rigning.

Skrítið....

Ég var alveg búin að afskrifa starfið sem ég var að sækja um því ég hafði ekkert heyrt í þeim í meira en viku... svo fékk ég bæði email og símtal frá starfsmannastjóranum í dag... ???????!!!!! Það sem virðist standa í þeim er vinnuleyfið. Skiljanlega. Við Abdul komumst að því á miðvikudaginn sl. að ég þarf að sækja sérstaklega um vinnuleyfi (aukapappírar = aukagjald) og það tekur amk. 90 daga að fá viðtalið!! Svo eftir viðtalið tekur USCIS sér sinn sæta tíma að afgreiða aktúal pappírana... MMMRRRRRRRR!!! Ég er ekkert smá pissed! Sem þýðir að ég er ekki á leiðinni að fara að vinna fyrr en í ALLRA fyrsta lagi undir lok maí!!! Ég verð bara að finna mér nóg af krosssaumi og bókum að lesa. Ég á eftir að athuga einn möguleika í viðbót, og það er að fá flýtimeðferð. Við vitum að flýtimeðferð (fyrir 1000 dollara!!!) er hægt ef maður kemur inn á atvinnuvisa, en ekki víst að það gildi fyrir visað sem ég kom inn á. Ég veit það í fyrramálið. Ef flýtimeðferð er möguleg, þá er pínu möguleiki að fyrirtækið myndi borga það fyrir mig, þ.e. ef þeir vilja mig! En það kemur allt í ljós á morgun. Ég læt ykkur vita.

Það er rigning. En þá þýðir að allt verður grænt lengur! Það er yndislegt hvað allt er í blóma núna...

Það er vonlaust að reyna að kenna Abdul íslenska málfræði og hugsunina á bakvið fallbeygingu... ARGH!!!

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Piggies !!!

AHAHAHAHA :D

Þetta er æði!!!! Watch this!!! Guinea pigs have never been this much fun!!! :D

Mismunun // Discrimination

Virðist vera að þetta er í gangi um allan heim... það er ekki sama hver á í hlut! Animal Cruelty

Seems this is happening all over the world... it's obvious that it makes a difference who you are!
Animal Cruelty

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Myndir // Pics

Var að senda myndir inn á link til vinstri frá sumarbústaðarferð Spilaklúbbsins! Hrikalega sætar myndir af Eyrúnu :D

Just putted in a link from the boardgame club's trip to the cottage! Very cute pics of Eyrún :)

Orkídeur sem fjölskyldan mín sendi okkur :) Posted by Hello

Ég bara stóðst ekki mátið að grufla í þeim! Posted by Hello

...eyðimerkurblóm.... mmmm!! Posted by Hello

Anza Borrego State Park. Ótrúlegt að þetta sé eyðimörk... Posted by Hello

Update!

Fór í viðtal nr. 2, var okey en dáldið skrítið vegna atriða sem ég ætla ekki að tala um hér, akkúrat núna. Á að mæta í 3ja viðtalið (JÁ! Hjá sama fyrirtækinu...) í þessari viku... er að díbeita við sjálfa mig hvort ég eigi að fara í sömu dragtinni en í öðrum bol innundir eða fara í svart-teinóttri, mjög "þungri" ósumarlegri dragt sem ég á. Hún fer mér mjög vel, en er bara dáldið heit og vetrarleg... það er reyndar vetur enn í Kaliforníu...

Snicky og ég (hún heitir reyndar Nicky en vegna þess að margir Kanar eiga erfitt með að höndla enska hreiminn hennar endaði hún sem Snicky á einhverjum Starbuck's-bollanum!! Þeir skrifa nafn þeirra sem eru að panta kaffi á bollana...) erum að fara til LA að láta klippa okkur í Febrúar!! Ó je! Já, atvinnuleysinginn ég er að fara að láta klippa mig hjá The rich and famous! Stofan hefur séð um flest hárin í Extreme Makeover-þáttunum, og Snicky er búin að fara þarna nokkrum sinnum og fílar. Þeir rukka ótrúlega lítið, næstum það sama og ég myndi borga heima... þannig að maður er alveg tilbúinn til að ferðast í klukkutíma til að forðast The Helmet-hair eða The Man-hair eða The Fufu-hair.
Við erum þjáningarsystur, fastar í félagslegum krumlum Kanans... við sátum í dag á kaffihúsi og töluðum um hvað okkur finnst um að búa hérna og solls... hún er líka nýflutt, er kærasta JY, sem er vinur Suliman og Abdul. Mjög gott að hafa stelpu hérna sem maður getur stelpast með :) en það kemur engin stelpa í staðin fyrir allar stelpurnar mínar á Íslandi!!! Kyssikyssismask!! Ég vildi að þið væruð hérna!

Ok, ég ætlaði ekki að skrifa svona mikið, því ég á að vera að "læra" fyrir viðtalið mitt!! Fahim, frændi Abdul, er að hjálpa mér með viðtalstæknina mína... Ég veit ekki enn hvenær 3ja viðtalið verður en ég geri ráð fyrir að það verði um miðja þessa viku. En vandamálið er að ég hef ekki enn pappíra í höndunum sem segja að ég megi vinna hérna! Og það getur tekið allt upp í 90 daga að fá svoleiðis! ÉG ÞARF VINNU, NÚNA!!!

Farin að læra, skrifa meira seinna.....

Vonandi eru allir hressir og kátir :)

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Ekki dauð // Not dead

Við erum bara búin að vera svo svakalega bissí að ég hef ekki getað gefið mér tíma í að skrifa um allt sem er í gangi. Ég lofa að finna tíma bráðum til að skrifa...

Highlights
  • Fór í atvinnuviðtalið áðan... er ekki viss hvernig gekk, fékk dáldið skrítna tilfinningu. Er torn á milli að taka þeirri vinnu sem býðst og að leita að þeirri vinnu sem mig langar ROSALEGA að vinna við, sem gæti hugsanlega ekki komið upp fljótlega. ARGH! En á víst að mæta í ÞRIÐJA viðtalið í næstu viku!??! Hvað á maður eiginlega að halda??
  • Fórum til Anza Borrego eyðimerkurinnar, geggjuð eyðimerkurblóm!!
  • Suliman kom heim í gær, voða gaman að sjá hann aftur! Allir hrikalega kátir :)

Er núna á fullu í atvinuleit.... muh.