föstudagur, mars 25, 2005

Fleiri myndir

Ég setti inn nýjan myndalink frá San Francisco sem þið getið skemmt ykkur við að skoða þar til ég kem aftur að blogga. Ég veit þið hafið ekkert betra að gera en að lesa um mitt æsispennandi líf sem atvinnuleysingi í Bandaríkjunum.

Ég setti engin komment inn á myndirnar, hef ekki tíma að setja komment á yfir 80 myndir akkúrat núna!

Bless í bili!
x x x x x x x

Fjarvera í vorfríi // Absence in spring break

Við erum að fara í 10 daga ferðalag á morgun. Við gerum ráð fyrir að vera í burtu þar til 4. eða 5. apríl. Planið er að keyra yfir til Oklahoma, sem er sirka í 2600 kílómetra fjarlægð. Við munum stoppa á leiðinni á vel völdum stöðum í Arizona, Colorado, Utah, New Mexico, Texas og svo auðvitað Oklahoma. Þetta verður stuðferð! Ástæðan fyrir að fara alla leiðina til Oklahoma (þar sem ekkert er að sjá nema bara flata akra og feitt fólk) er að Kyla og Eric eiga heima þar. Þið sem ekki vitið, þá var Kyla upphafið að því að Abdul og ég kynntumst. Það er því við hana að sakast að ég flutti hingað! ;)
Ég geri ekki ráð fyrir að komast á internetið, en ef svo, þá læt ég vita af okkur.

Það er komið miðnætti... Grísinn er í pössun hjá tengdó (snuff snuff!), Suliman ætlar að hugsa um hann fyrir mig. Við þurfum að vakna snemma í fyrramálið til að finna okkur til og græja stöff.

Gleðilega páska, öll! Vonandi fengu allir páskaföt í ár... ef ekki þá kemur páskakötturinn (eða er það páskaungi??) og borðar ykkur! Talandi um borð, vonandi borðið þið ekki yfir ykkur af íslenskum, nammi-góðum páskaeggjum og njótið þess að slappa af, spila, hlusta á uppáhalds páskalögin ykkar og njóta þess að páskarnir koma bara einu sinni á ári.

Smá athugasemd: Daylight savings, það frábæra fyrirbæri, er 3. apríl nk. Reglan er "fall back, spring forward", þannig að frá og með 3. apríl verðum við 9 klukkutímum á eftir ykkur hinum á Íslandi.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Birgitta bogfima

Júróvisjónlagið er bara nokkuð gott, en minnir dáldið á Sertab... kannski það sé uppskriftin að blanda íslenskum og tyrkneskum áhrifum!
En Selma er bogfim, sæt og hæfileikarík. Hún á eftir að standa sig vel! Svo þarf ég bara að finna hvernig er best að horfa á keppnina online!

Dauði //Death

Ég er ekki að skilja þetta. Ég tel mig vera með frekar græna fingur (goddamnit, er með bloody gráðu í grænu!) Ég hef getað haldið lífi í hverju sem er hingað til, hvort sem heldur er á Íslandi eða Englandi, í glugga eða garði. En nú er eitthvað einkennilegt í gangi. Ég næ ekki að halda lífi í NEINU!!! Það drepst ALLT! Blóm sem ég er mjög vön, kann alveg á... þau leka niður smátt og smátt! Ég er að velta því fyrir mér hvort það sé eitthvað í vatninu, í moldinni sem ég keypti, eitthvað í moldinni á blómunum sem þarf að halda í skefjum og allir vita af því hérna nema ég... :(
Nú er fallega, hvíta alpafjólan mín búin að hengja öll laufblöð og alla blómhausa... sú bleika er ekki alveg í stuði en tórir þó. "Karlmannsástin" (Morning Glory) sem ég var að rækta frá fræi (og hef gert ótal sinnum gegnum árin) tók allt í einu upp á því að drepast... neðan frá. stilkurinn er allur fjólublár og líkt og allur vökvi sé farinn úr honum. Ég verð því að draga þá ályktun að það sé eitthvað í vatni/jarðvegi sem er að drepa. Héðan í frá, næst þegar ég kaupi blóm, þá ætla ég bara að nota filterað vatn. Athuga hvort það hafi eitthvað að segja.

þriðjudagur, mars 22, 2005


Frænkurnar á Santa Monica Promenade Posted by Hello

Ferðalangar frá Íslandi

Pála, Jökull, Laufey litla, Laufey (mamma Pálu) og Gísli (pabbi Pálu) eru að skoða það helsta sem er hér í vesturhluta Bandaríkjanna. Við notuðum tækifærið og hittumst í gær í LA og það var alveg hreint frábært. Ég hitti Pálu og Jökul í Del Amo shopping center rétt hjá Redondo Beach og við eyddum tíma og peningi. Svo fórum við á hótelið þeirra (sem var í hræðilegum hluta LA!!!) þar sem amman og afinn voru að passa litu veiku skvís... greyið Laufey litla var með gubbuna og rosa hita. Greyið múslí! Þannig að hún var bara "out"... Ekkert hægt að leika við sætustu.... :( Og ég er mesti lúði EVER, ég tók ekki mynd af henni!!!

Svo fórum við Pála og foreldrar hennar í matarleiðangur. Við ætluðum að fara bara "rétt" niður á Santa Monica Pier en útaf minni mjög svo slæmu kunnáttu á svæðinu enduðum við alla leið upp í Malibu!!! Sem er LANGT! Þau voru öll alveg að deyja úr þreytu og hungri... :/ En á endanum komumst við á leiðarenda og fundum fínan, ítalskan stað á Santa Monica Promenade. Við komumst líka að því af hverju við sáum ekki Santa Monica Pier á leiðinni niðureftir (stórt parísarhjól, blikkandi ljós, allt fullt af "lífi") og það er vegna þess að þegar maður keyrir úr austri í vestur, þá fer maður í göng og kemur ekki úr göngunum fyrr en maður er kominn töluvert í burtu frá bryggjunni og er þá að keyra frá henni!! ARGH! En anyways, þegar einhver annar kemur að heimsækja, og ég er að keyra á Santa Monica Pier, þá veit ég þetta!
En hér fyrir ofan er mynd af okkur :)

laugardagur, mars 19, 2005

Meiri myndir!

Er búin að skella inn fleiri linkum undir photos, það eiga amk. 3 eftir að koma í viðbót, en þetta tekur svo langan tíma, maður! Ég nenni ekki fleirum í bili, þarf líka að fara að gera annað stöff.... Eins og að húsmæðrast, baka, fara í gymið, taka til, þvo þvott, græja fleiri myndir í tölvuna og panta slatta til að senda til vinafólks í Englandi, búa til plöntulista fyrir frænku Abdul fyrir garðinn hennar og fullt fleira! Já, það er sko aldeilis mikið að gera hjá atvinnulausum aumingja í útlöndum!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Humm...

Er að hlusta á spilaklúbbinn "minn" á Íslandi spila Carcassonne og allskonar skemmtilegheit, sem ég get ekki tekið þátt í!! Snuff snuff!! En mikið ofboðslega er Skype sniðugt, og vefmyndavélar! :D

Erum við ekki sæt?! :) Posted by Hello

Augað á manninum mínum :)  Posted by Hello

Fleiri myndir

Ég er smátt og smátt að setja inn fleiri myndir. Er að reyna að pósta myndum frá Balboa Island, sem er hérna rétt hjá og er lítið samfélag í Newport (þar sem The OC gerist!) sem er uppfullt af vibbaríku fólki, ofboðslega fallegum húsum og görðum. Það er rosa gaman að labba þar um og láta sig dreyma ;)

It's that time of year......


Allir að drekka Guinness í dag! :) Posted by Hello

miðvikudagur, mars 16, 2005

Introducing Patricia Nauðsyn Óskarsdóttir!!!

Ragnheiður Reynisdóttir er uppspretta þessa nafns, og eins og þið vitið öll, þá VERÐUR maður að skíra barnið "draumanafn" þannig að hún Patricia litla hefur harma að hefna þegar hún verður komin til aldurs og ára!!! :D



Þetta var eina leiðin fyrir mig að koma þessari mynd á bloggið, að taka screen shot. "Myndin" sem hin elskulega Beggó sendi mér er bara alls ekki á "myndaformi"!! Alltaf þurfa þau Beggó og Óskar að vera eitthvað spes! Posted by Hello

þriðjudagur, mars 15, 2005

Blame it on the boogy

Já, það er allt Beggó að kenna að ég er orðin hooked á American Idol! Mrrrd! Trúissiggi! Jæja, er einmitt að horfa á þáttinn sem hefur 12 þáttakendur eftir. Rosa spennó. :) Mér finnst Anwar Robinson algjört æði, hann er svo sætur, eitthvað!! :) Skammilamm, Beggó!

Ég eyddi næstum 4 klukkutímum í dýraathvarfinu í dag! Labbaði og lék við Marge (stelpu-letihaugur sem er að jafna sig eftir mjaðmaaðgerð), Lucky (ofvaxinn Yorkshire Terrier strákur með gott geð), Chevelle (Rottweiler-blönduð stelpa sem er með gormalappir og vill endilega geðjast manni) og Curly ("súpa"-strákur, sterkur, sem getur auðveldlega stokkið yfir 180 cm. og er voða geðgóður). Svo sat ég hjá tveimur ELDgömlum og alltof horuðum og illa förnum Möltugreflum sem þurfti að handmata. Þeir eru með svo illa farinn kjaft að þeir geta ekki borðað venjulega, greyin. Eins gefandi og þetta er, þá er maður alveg búinn eftir svona rosa "langan" dag.

Jæja, American Idol kallar!

Tah ta!

mánudagur, mars 14, 2005

Veit ekki hvað er að...

En Blogger er búinn að vera HRIKALEGA leiðinlegur undanfarna viku eða svo. Hann neitar ítrekað að publisha stöffið mitt, og týnir því sem ég hef skrifað í neitunarferlinu! ARGH! Og núna, þegar mér loksins tókst að publisha texta, þá er hann allur í einum belg og biðu, líkt og ég kunni ekki að nota speis-takkann eða enter-takkann!!! Ég er búin að reyna að laga þetta tvisvar, og ekkert breytist. Þannig að þið verðið bara að þjást ef þið viljið lesa. Hananú.
Bjögga fúla.

Well well well...

Alveg merkilegt hvað það getur gerst mikið á stuttum tíma. Á fimmtudagskvöldið fórum við á powerpoint fyrirlestur um powerpoint. Fyrirlesarinn var mjög fyndinn, það var tekinn annar póll í hæðina en maður er vanur, það var verið að tala um hvað þetta PP er orðið öfgakennt og í öllu sem maður gerir. Svo fórum við á föstudeginum og náðum í bílaleigubíl sem tilheyrir frænda Abdul. Bíllinn hafði verið dreginn í burtu af hraðbrautinni í Anaheim þar sem leigutakinn hafði fengið einhvers konar taugaáfall og hlaupið í burtu frá bílnum. Þar sem skrifstofur bílaleigunnar eru uppi í San Francisco, þá bað frændi Abdul (Tamim) um að við myndum koma bílnum til hans ASAP og hann myndi greiða fyrir allan útlagðan kostnað og fljúga okkur heim. Við stukkum á tækifærið að fá fría ferð til San Fran! Við vöknuðum kl. 3 am á laugardeginum og lögðum af stað. Það var æðislegt að komast þangað, ég fíla borgina svo vel og allt þar í kring. Hún er ekki svona steríl eins og The OC er. Húsin, göturnar, búðir, bílar og fólk hafa karakter þar. Það eru talsverð landsvæði sem eru bara tóm, þ.e. engin hús! Bara náttúra! Það er næstum óþekkt hér í OC. Við gistum þessa einu nótt hjá Tamim og konunni hans. Þau eiga litla 2ja og hálfs-árs gamla stelpu sem heitir Amelia, hún er algjört æði! Hún er svo ótrúlega greind að ég bara hef aldrei vitað annað eins. Hún er á 'prinsessutímabilinu' og hét Princess Ariel alla helgina og kallaði pabba sinn Shrek :) Ég hét Princess Bjorg og það var voða merkilegt, hún vildi þá endilega vera vinkona mín. Ég gat haldið uppi samræðum við hana betur en við suma fullorðna sem ég hef hitt. Hún var algjör karakter. En anyways, það var frábært að komast þarna uppeftir. Ég mun búa til myndalink fljótlega.
Loksins kom að því, bumban hennar Beggóar leyfði pabbanum að finna! :) Æði! Og hvenær koma svo myndir, hmmm???? Ég bíð spennt!

föstudagur, mars 11, 2005

Fleiri myndir // More pics

Var að setja inn annan myndalink með myndum sem ég er búin að taka í götunni hjá tengdó. Mest er þetta af blómum :) en eitthvað af fólki.
Kíkið á þetta!

Knús og kossar,
Bjögga

Bear in his essence!!


Þetta er sætast af öllu!!! ...fyrir utan Dusty, auðvitað ;) Posted by Hello

miðvikudagur, mars 09, 2005

Check out this article...

HAPPY BIRTHDAY, SULIMAN!!!


This is Suliman at his best, in Anza Borrego :) Today, he has reached the ripe old age of 32 today, 9th March!Posted by Hello

Evil pig!!

Ég kom heim úr atvinnuviðtalinu, sem gekk bara ljómandi, og ætlaði að tala við grísinn minn. Gekk að búrinu og kíkti á uppáhalds staðinn hans. Enginn grís. Kíkti undir handklæðið á 2. hæð. Enginn grís. Ég panikkaði þvílíkt og fór að leita bakvið hurðir til að athuga hvort við hefðum kramið hann eða eitthvað! Svo fór ég að skríða um á gólfinu og fann litla grísinn á uppáhalds-gólfstaðnum sínum! ARGH! Greyið, ég veit ekkert hvað hann var búinn að vera þarna lengi, ég var búin að vera í burtu í 5 tíma en Abdul var heima í amk. 4 tíma eftir að ég fór. En hrikalega var það hryllilegt að koma að auðu búri!! Mér brá svo svakalega að ég er komin með spennuhausverk!!! Vondi vondi grís, að stríða mér svona!
Jæja, best að fara í dýraathvarfið að labba með brjálaða hunda! :)

þriðjudagur, mars 08, 2005

I enjoy being a girl!

I'm a girl, and by me that's only great!
I am proud that my silhouette is curvy,
That I walk with a sweet and girlish gait
With my hips kind of swivelly and swervy.

I adore being dressed in something frilly
When my date comes to get me at my place.
Out I go with my Joe or John or Billy,
Like a filly who is ready for the race!

When I have a brand new hairdo
With my eyelashes all in curl,
I float as the clouds on air do,
I enjoy being a girl!

When men say I'm cute and funny
And my teeth aren't teeth, but pearl,
I just lap it up like honey
I enjoy being a girl!

I flip when a fellow sends me flowers,
I drool over dresses made of lace,
I talk on the telephone for hours
With a pound and a half of cream upon my face!

I'm strictly a female female
And my future I hope will be
In the home of a brave and free male
Who'll enjoy being a guy having a girl... like... me.

When men say I'm sweet as candy
As around in a dance we whirl,
It goes to my head like brandy,
I enjoy being a girl!

When someone with eyes that smoulder
Says he loves ev'ry silken curl
That falls on my iv'ry shoulder,
I enjoy being a girl!

When I hear the compliment'ry whistle
That greets my bikini by the sea,
I turn and I glower and I bristle,
But I happy to know the whistle's meant for me!

I'm strictly a female female
And my future I hope will be
In the home of a brave and free male
Who'll enjoy being a guy having a girl... like... me.

Listamannalaun

Eru fáránleg. Ég var að horfa á Ísland í dag og það eru bara engin rök fyrir því að borga fólki sérstaklega úr ríkiskassanum fyrir að vinna vinnuna sína. Og að það sé einhver fræðimannanefnd sem ákveður hver fær og hver ekki er náttúrulega bara hallærislegt. Einhver rithöfundur sem var hlynntur listamannalaunum sagði að það sé svo löng hefð fyrir þessu, eins og það séu einhver rök! Það er löng hefð fyrir mörgum slæmum hlutum, t.d. reykingar og kúgun kvenna. Þýðir þá að það ber að halda þeim hlutum áfram óbreytt?? Og ég veit ekki betur en að það séu mörg bókmenntaverk sem eru gefin út á hverju ári um allan heim af "listamönnum" sem fá barasta engin laun frá Íslenska ríkinu né öðru ríki! Ó gvöð! Hvernig fara þeir eiginlega að?! Urrr....

Anyways, var að fá símhringingu frá starfsmannastjóranum og það er s.s. búið að bóka mig í viðtal á morgun kl. 9 í fyrramálið. EEEEK! Þetta er sko síðasta viðtalið! Eða eins gott það sé það síðasta. Maginn minn er í uppnámi yfir allri þessari bið og mótmælir hástöfum hverskyns fóðri. Ég er bara að sulla í mig piparmyntutei og vona að það virki.

OK, allir að hugsa fallega til mín milli kl. 9 og 11 á morgun, miðvikudag! (17 og 19 á íslenskum tíma)

sunnudagur, mars 06, 2005

Amazing....

Ótrúlegt hvað hlutir geta misfarist þegar fólk er að tala saman á 2 tungumálum. Abdul, Suliman og ég fórum til Anza Borrego eyðimarkarinnar á laugardaginn. Við vorum öll saman í bíl. Eins og þið vitið kannski (ekki) þá tala Abdul og Suliman alltaf saman á þýsku. Svona fór s.s. samtalið:

Abdul: "Hey Zulie, weisst du was 'Amazing Race' ist?
Suliman: "Was sagst du, Amazing Racist?????"

Eitthvað skolaðist nafnið til á þessum líka ágæta þætti! Við pissuðum næstum í okkur af hlátri, létum hugana reika um hvers konar þættir það væru, sem fjölluðu um Amazing Racists... og veltum fyrir okkur hverjir gætu verið þátttakendur!

Er við komum í Anza Borrego sáum við hvar hópur af túristum stóð og var að góna á hlíðina á móti bílastæðinu. Við spurðum hvað var í gangi og þá sagði ein konan að það væri hópur af 'Big horn sheep' að hvíla sig í hlíðinni. Big horn sheep eru MJÖG fágætar og enn fágætara að sjá þær svona nálægt sér, þannig að við æstumst öll upp og gripum ofur-sjónaukann okkar. Ég var reyndar dáldið skeptísk og sagði við strákana "Eru þær HÉR? Einkennilegur staður... svona nálægt fólki!" Þær eru nebblega MJÖG feimnar. Við urðum fyrir MIKLUM vonbrigðum þegar við fókuseruðum á "fágætu dýrin"... þetta voru einhverjar geitur! Engin þeirra var með stór horn (Big Horn! Hello, people!!) og ein þeirra var meira að segja með ól og bjöllu!!! ARGH! En við leyfðum fólki bara að smella myndum eins og ótt væri af geitunum... hurhurhurhur....

Þetta var frábær dagur. Allt útí blómum, eins og þið sjáið ef þið skoðið myndalinkinn sem ég skellti inn.

Keyrðum reyndar framhjá hræðilegu slysi á hraðbrautinni, það var bara að gerast þegar við keyrðum þarna framhjá. Það voru þegar ca. 10-15 bílar stoppaðir og fólk úti að hjálpa þannig að við ákváðum að stoppa ekki. Það myndi bara auka á slysahættuna og öngþveitið.

Svo er bara frábært veður í dag, sunnudag. Sól og hlýtt. Bear og ég fórum í góðan göngutúr í morgun, löbbuðum út um allan campus.

Ég vona að allir hafi það gott á Íslandi...

fimmtudagur, mars 03, 2005

Update

Ég er s.s. ekki að fara í viðtal í dag, heldur í næstu viku. Ástæða eru sölufundir og eitthvað fleira. Það sem er eftir í prósessnum er s.s. að hitta þessa 2 yfirmenn og svo þegar ég er komin með sósíal sekjúrití númer, þá mun ég fá formlegt tilboð. Það verður s.s. á næstu 3 vikum eða svo.

En ef þetta gengur ekki upp, þá ætla ég að fara að stunda þetta.

.....

Það ætti að banna hausnum manns að vera svona æstur á nóttinni þannig að maður getur ekki sofið!

Le intervieu...

Fór ljómandi ljómandi ljómandi ljómandi... er mjög líklegast að fara á morgun, fimmtudag, að hitta 2 yfirmenn hjá fyrirtækinu og vonandi, í kjölfar þess fundar mun ég ganga út með tilboð!
Við spjölluðum heillengi og mér líst bara svaka vel á þetta allt saman. Mun betur núna fyrst ég fékk að sjá formlega starfslýsingu.

Calling Beggó bumbu: Hvenær fær maður fleiri myndir af ó svo stækkandi umgjörð þinni?!! Múhahahaha....

miðvikudagur, mars 02, 2005

Villa

Mér var bent á villu míns vegar varðandi Áburðarverksmiðjuna. Það virðist sem svo að vandamálið tók á sig nýja mynd og margfaldaðist. Æði.

Samúðarkveðjur til hluteigandi heilbrigðisfulltrúa.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Lokun Áburðarverksmiðjunnar

Jæja, svo Áburðarverksmiðjan er að loka! Einu vandamáli færra fyrir Reykjavíkurborg. Heilbrigðisfulltrúar á umhverfissviði fagna vel og lengi.

Ég er líklegast að fara í viðtal á morgun með íslendskum starfsmanni fyrirtækisins... Gangi mér vel!